Tuesday, October 1, 2013

Möndlumjólk

Fyndið hvað bloggstuð kemur og fer hjá mér. Stundum fæ ég mig ekki til að setjast niður og setja uppskriftir á bloggið í lengri tíma og stundum gæti ég sett uppskriftir inn á klt fresti.

Nú er hafin meistaramánuður. Ég er meistari að setja mér allskonar markmið og áramótaheit sem ég næ aldrei að standast svo ég verð líklega ein af fáum sem tek ekki þátt. Hinsvegar ætla ég að halda áfram að gera það sem ég hef mest gaman af, að standa inn í eldhúsi að prófa mig áfram og blogga um það :)

Ég er búin að vera á leiðinni að prófa að búa til möndlumjólk. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi vilja smakka og hvað þá búa til möndlumjólk en svona kemur lífið skemmtilega á óvart. Ég er búin að taka Chia fræjum ástfóstri og núna vil ég fá chia búðing á hverjum degi. Hinsvegar er búið að vanta smá tilbreytingu og þá kemur möndlumjólkin sterk inn.


Möndlumjólk




1 bolli möndlur
4 bollar vatn
2 msk sukrin
1/2 tsk vanilludropar
oggulítið af salti

Möndlur settar í skál og vatn látið ná yfir þær allar. Látið liggja yfir nótt. Vatn af möndlunum sett í blandara eða skál og bætt við það sem vantar upp á þessa 4 bolla af vatni. Möndlur settar með og blandað vel í nokkrar mínútur í blandara eða með töfrasprota. Sigta frá möndluhratið í sigti, setja það svo í viskustykki og vinda vel til að ná öllum dropunum af möndlumjólkinni. Geymist í ísskápnum í tvo til þrá daga :)

No comments:

Post a Comment