Saturday, August 29, 2015

Mjólkurlaus súkkulaðibúðingur



Þessi uppskrift er frábær sem bæði nesti fyrir okkur í vinnuna eða sem smá trít á kvöldin eða helgar.
Eins og með flest allt sem ég geri er þessi uppskrift auðveld og fljótleg. Hef þetta ekki lengra þar sem ég er á fullu í eldhúsinu að búa til nýjar uppskriftir ;)

Þykki hlutinn af kókosmjólkinni, 400ml dós.
(notið kókosvatnið svo í boost)
1msk ósykrað kakó
1msk Sukrin Melis flórsykur
1/2msk vanilludropar eða extract

Þeytið kókosrjómann og bætið við restinni af hráefnunum. Setjið í skál og inn í kæli. Skreytið með kókosflögum og berjum.






2 comments:

  1. Hæhæ..hvernig veistu í hvorum endanum þykki hlutinn er í kókosmjólkurdósinni hehe..ég er aldrei viss!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Ég læt mínar dósir standa órheyfðar í skápnum og þegar ég opna þær (án þess að hrista) þá er þykki hlutinn efst og vatnið neðst ;)

      Delete