Bloggstuðið heldur áfram samhliða því að vera að prófa mig áfram í eldhúsinu. Eins og í gærkvöldi. Ég fæ stundum hugmynd sem mér finnst frábær og verð að prófa og hugurinn verður ekki rólegur fyrr en ég er búin að framkvæma hana. Annars á ég von á svefnlausri nótt.
Í gær átti súkkulaði og rjómi hug minn allan og útkoman var trufflur. Þetta var mjög auðvelt að gera og bragðið.....skal alveg viðurkenna að ég sá eftir þessum tveimur trufflum sem fóru ofan í gestina mína í kvöld. Fullkomið konfekt fyrir jólin :)
Út um herbergisgluggan minn í morgunn. Játa það að ég fór að syngja white christmas í huganum þegar ég sá þetta og að ég var extra glöð enda mikið jólabarn og æðislegt að fá einn svona fallegan dag.
Súkkulaði trufflur
150 ml rjómi
100 g dökkt súkkulaði 70% eða hærra
5 dropar Via Healt Stevia dropar orginal bragð
Kakó, hnetur, kókos, chia eða annað sem hugurinn girnist til að húða trufflurnar.
Hita rjóma á meðalhita. Þegar rjómin er farin að hitna, slökkva undir og bæta súkkulaði og stevia dropum við og hræra þar til alveg blandað við rjómann, verður pínu þykkt. Sett í skál og geymt í ísskáp í minnsta kosti tvo tíma. Gott er að gera kvöldinu áður og geyma í ísskápnum yfir nótt.
Þegar súkkulaðið er orðið hart þá er notuð tsk til að skafa upp úr skálinni og formaðar kúlur með höndunum. Gott að nota hanska því þetta getur orðið pínu subbótt. Rúllað í kókos, muldum hnetum, kakódufti eða öðru sem hugurinn girnist. Kom skemmtilega á óvart að blanda saman smá chia og chilidufti og rúlla truflunum upp úr. Uppáhaldið mitt er samt sem áður muldar pistasíuhnetur.
Via-Health Steviu droparnir komu mér á óvart þegar ég prófaði í dag og gáfu auka boost í bragðið :) Nýja uppáhaldið mitt og trilljón hugmyndir að fæðast :)
Njótið undir teppi, með kertaljósum og góðri bók eða ef þið eruð eins og ég, beint úr ísskápnum því þið náið ekki alla leið undir teppi með trufflurnar ;)
hvað væri hægt að nota í staðinn fyrir stevia?
ReplyDeletekv Ingunn
Sæl Ingunn.
DeleteÞú getur sett vanilludropa eða bara sleppt sætunni. Kemur vel út án hennar en ég vil hafa smá sætt í þessu.
Hæ hæ
ReplyDeleteEr í lagi að nota matreiðslurjóma?
Sæl. Ég held að það sé alveg hægt að nota matreiðslurjómann já þar sem rjóminn er ekki þeyttur :)
Deletehvað geymast þær lengi ...ef ég ætla að gefa svona í jólagjafir....
ReplyDelete