Monday, September 30, 2013

Vanillubúðingur

Það er alltaf jafn yndislegt þegar öll fjölskyldan er sameinuð hjá mér. Það getur verið flókið þar sem bóndinn vinnur á Grænlandi og elsti sonurinn býr á Húsavík. En þegar það gerist þá er það æði. Verst er það að flug til og frá Grænlandi er meira og minna upp á heppni þar sem oft er ófært vegna veðurs. Nú var það ekki rokið sem hélt bóndanum frá því að komast heim í einn og hálfan sólahring heldur þoka. Þessi bið er mér ótrúlega erfið þegar búið er að telja niður vikur, daga, klukkustundir og mínútur og börnin, já þeim finnst það ekki neitt gaman. 

Hinsvegar er alltaf gaman að fá pakka :) Börnin fá yfirleitt föt núna enda nóg af dóti til og ég fæ eitthvað sætt sem er ekki hægt að fá hér heima. Bóndinn og félagar hans hafa verið að vinna fyrir eina Grænlenska listakonu og fékk hann að gjöf styttur frá henni. Ekki var svo verra þegar hann keypti handa mér armhlífar prjónaðar úr Grænlenskri sauðnauts ull. Já sauðnauts ull. Mýkra ull hef ég ekki komist í kynni við og það besta, stingur ekki! Nú býð ég eftir að hann fari aftur út (jahh, svona næstum því) svo hann geti keypt handa mér meira af vörum frá þessari listakonu :) Reyndar þarf ég sjálf að fara koma mér út í helgarferð til Nuuk og skoða og kynnast því lífi sem maðurinn minn er búinn að byggja sér upp þar.






Vanillubúðingur

 2 eggjarauður
1 msk sukrin melis
1/2-1 vanillustöng
1,5 dl rjómi

Rauður, sukrin melis, fræ úr vanillustöng þeytt saman.
Rjómi þeyttur.
Öllu blandað saman og sett inn í ísskáp í 30-60 mínútur.

Einfaldur, góður og seðjandi. Myndi segja að þessi sé fyrir2-4, eftir því hversu mikill græðgi ræður ferðinni ;)
Gott að setja fersk ber, berjamauk, chia sultu eða karamelluna héðan af blogginu á búðinginn.

Net carb í allri uppskriftinni er undir 5g.

Ætla að minna á facebook síðuna mína, Dísukökur, hægt að like-a hana og fylgjast með nýjum uppskriftum sem koma inn :) linkur hér fyrir neðan


4 comments:

  1. Vá geggjad flott og búdingurinn er gourme :) takk fyrir
    Kv.Harpa Hall

    ReplyDelete
  2. Ekkert smá girnilegt :) Þeytiru rauðurnar, sykurinn og vanillufræin?

    ReplyDelete