Monday, October 28, 2013

Vanillu panna cotta


Miðjubarnið mitt, Alexander Gauti hefur erft eldhúsáhugann frá móður sinni. Honum finnst ekkert skemmtilegra en að fá að stússast með mér í eldhúsinu og hvað þá þegar hann fær að gera eitthvað sjálfur. Ég skal játa það, stundum þegar hann spyr þá segi ég nei ekki núna og það er svo leiðinlegt að gera það við barn sem er tilbúið að læra og prófa sig áfram. 
Hann elskar að horfa á matreiðsluþætti og Jói Fel er í sérstöku uppáhaldi hjá honum og það var grátið þegar hætt var með stöð 2 á sínum tíma því þá var ekki hægt að horfa á Jóa.
Nýjasta uppáhaldið hjá honum er Masterchef Kids og þar sá hann krakkana gera panna cotta og var staðráðin í því að fá að prófa sem mamman var ekki lengi að segja já við.


Panna cotta


3 gelatin
375 ml rjómi
30 g sukrin melis
1/2 vanillustöng
10 dropar Via-Health vanillu stevía
100 g jógúrt

Gelatín látið liggja í vatni þar til orðið mjúkt. Rjómi, sukrin melis, stevía, og jógúrt sett í pott á miðlungshita. Vanillustöng fræ hreinsuð og sett í pottinn. Hræra í pottinum á meðan þetta hitnar og þegar komið yfir líkamshita  er vanillustöng tekin úr og gelatíni hrært í.
Sett í skálar og inn í ísskáp í ca tvo tíma.

Jarðaberja sósa


100 g jarðaber
100 ml vatn
50 g sukrin melis
10 dropar Via-Health jarðaberja stevía

Allt sett í pott og látið malla í nokkrar mínútur. Maukað svo með töfrasprota.

Láta jarðaberja sósuna kólna áður en hún er sett á pannacotta. Einnig gott að setja saxaðar möndlur á.




Alexander Gauti skreytti sitt pannacotta sjálfur. Jarðaberja sósa með örlítið af sukrin melis yfir. Smakkaðist mjög vel hjá honum og hann er búin að fá leyfi fyrir að verða gestabloggari aftur ;)

2 comments:

  1. hæ, var að rekast á þessa síðu og finn helling af girnilegum uppskriftum sem mér finnst vert að prófa. En þarf maður virkilega að eiga alla þessa steviadropa, eins og vanilludropana, er ekki bara hægt að nota meira af vanillustöng eða jafnvel heimatilbúna vanilludropa á móti? ein fáfróð sem er að byrja í þessu ;-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Begga. Það er alveg hægt að nota vanilludropa eða sykur eða jafnvel vanillustöng ;) Þú bara smakkar til í bakstrinum

      Delete