Saturday, September 7, 2013

Jógúrt búðingur

Fall er fararheill er stundum sagt. Já ég vona. Ég get verið óttalegur klaufi og var það í vikunni þegar ég náði að detta í tröppunum heima og hálf skemma á mér bakið. Þá er ekki hægt að standa lengi í eldhúsinu og dúlla sér. Ég var samt búin að lofa einhverju góðu gúmmelaði með sjónvarpinu í kvöld og hvað á að taka til bragðs? Jú ég átti sykurlaust jarðaberja jello og ákvað að kaupa grískt jógúrt og gera búðing fyrir börnin. Þetta tók mig innan við tíu mínútur.

Þó jello-ið sé sykurlaust er allskonar efni í því og er ég ekki neitt rosa hrifin af því frá hollustu hliðinni en stundum, já stundum þá lætur maður það duga og útkoman var bara ljómandi góð satt að segja og fínt að nota hana einstaka sinnum.



Jógúrt búðingur

1 pakki sykurlaus jello
1 dolla grísk jógúrt
2 tsk vanilludropar


Jógúrt og vanilludropar blandað saman vel í skál. Jello bætt út í og hrært í vatnsbaði þar til jello sykurinn er alveg uppleystur. Sett í muffinsform og inn í ísskáp í 30-60 mín.
Gott að bera fram með smá þeyttum rjóma. 



5 comments:

  1. Úúú, þetta er mjög girnilegt... eins og allt hitt ;) Var að prófa bananabrauðið og jarðarberjasultuna og gerði Mozzarellastangirnar um daginn - þær voru syndsamlega góðar :D
    En ertu með stóru jógúrtdollurnar frá MS í þessu?

    Takk fyrir frábæra síðu :)

    Kv. Matta

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ fyrirgefðu hvað ég svara seint. Var ekki búin að sjá þessi skilaboð. Ég var með gríska jógúrt dós sem er 350g frá MS já :)

      Delete
  2. Hæ, takk fyrir allar þessar frábæru uppskriftir:) Hvar fæst sykurlaust jello?

    ReplyDelete
  3. það fæst í hagkaup og kosti veit ekki með fleiri búðir :-)

    ReplyDelete