Friday, March 24, 2017

Jarðarberja ostakaka með hentusmjörsbotni.


Í vikunni er mikið búið að vera að ræða uppskriftir og þar á meðal um bleika ostaköku, semsagt jarðarberja ostaköku.
Fékk því löngun að útbúa eina og bjóða samstarfsfólkinu.

Það kann að hljóma skringilega að vera með hnetusmjörsbotn við jarðarberjaköku.
Ástæðan fyrir að þessi botn var valin er einfaldlega sú að ég útbjó hnetusmjörskökur sem misheppnuðust aðeins og ég vildi ekki henda þeim.
Svo ég muldi þær betur niður og ákvað svo að þær væru fullkomnar í botn á köku.

Ótrúlegt en satt þá kom það bara vel út að hafa jarðarber og hnetusmjör saman.


Jarðarberja ostakaka


Botn:

60 g mjúkt smjör
2 msk  mjúkt hnetusmjör
30 g Sukrin Gold
3 msk Fibersirup Gold
80 g möndlumjöl

Blandið öllu nema smjöri vel saman. Smjör brætt og bætt við.
Þjappið niður í springform, 22-24cm að stærð.
Bakið á 180gráðum í ca 5-7 mínútur.

Kælið botninn áður en fylling er sett yfir.




Fylling:

200g rjómaostur
180g Grísk jógúrt
3dl frosin jarðarber 
(var með kúfað í dl málinu)
3dl þeyttur rjómi
2msk Sukrin Melis

Rjómaostur, grísk jógúrt og Sukrin Melis hrært vel saman.
Þegar jarðarberin voru aðeins farin að þiðna maukaði ég þau með töfrasprota og blandað svo við.
Í lokin er þeyttur rjómi blandaður varlega við.
Setjið fyllingu yfir botninn og setjið svo kökuna í frystinn í ca 3klt.




No comments:

Post a Comment