Thursday, March 30, 2017

Hnetuþruman


Ég og synir mínir deilum því að elska hnetur og hnetusmjör.
Dóttir mín og eiginmaður deila þessu ekki með okkur.
Jú eiginmaðurinn getur alveg fengið sér hnetur og hnetusmjör en finnst það ekki ómissandi eins og við. Dóttir mín vill ekki sjá hnetur. Þær eru ógeðslegar. Nú, þá er bara meira fyrir okkur hin.

Ég fékk um daginn gefins 1kg af hnetusmjöri. Yngri sonur minn ljómaði af gleði. Mætti halda að það hafi verið jól hjá honum. Eldri sonurinn fékk senda mynd af hnetusmjöri og var öfundsjúkur.

Það sem mér fannst betra við þetta hnetusmjör en það sem ég er vön að kaupa er hversu mjúkt það er. yfirleitt þarf ég að taka skeið og hræra olíunni í smjörið til að geta tekið það úr krukkunni og oft er það of hart í baksturinn.
Þetta hnetusmjör hentar því vel í bakstur og í búst. Skal líka alveg viðurkenna að stundum leynist ein og ein skeið ofan í dolluna og upp í mig.

Hér er góð uppskrift af hnetusmjörsdrykki sem við fáum okkur stundum.






250ml möndlumjólk
2bollar klakar
2msk hnetusmjör
1tsk kókoshveiti
2msk rjómi (má sleppa)
1msk sukrin gold



Setjið allt í blandara og blandið í u.þ.b. 2 mínútur.
Hellið í tvö glös og skreytið jafnvel með þeyttum rjóma og hnetukurli.


No comments:

Post a Comment