Thursday, March 16, 2017

Hnetusmjörs ostakaka


Elsti sonur minn spyr alltaf þegar hann kemur til okkar hvort hann megi ekki útbúa hentusmjörskökur. Ein af fyrstu sykurlausu uppskriftunum sem ég útbjó og ein sú mest gerða.
Síðustu helgi langaði mig að prófa að útbúa hnetusmjörsostaköku fyrir þá sem dá hnetusmjör allra mest. Ef þú fílar ekki hnetusmjör, þá er þetta ekki kaka fyrir þig ;)





Botn


180g kókosmjöl
2msk kókoshveiti
1 egg
100g kasjúhnetur
60ml kókosolía sem búið er að bræða
2msk Sukrin Gold
1msk vanillu extract eða dropar

Allt hráefni nema egg sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
Egg bætt við.
Smyrjið springform með kókosolíu og þjappið deiginu um botninn.
Ef þið viljið stóra köku og þynnri notið 24-26cm form en ef þið viljið botn sem nær upp með hliðunum og er þykkari, notið 20cm springform.

Bakið í ofni sem er 160g heitur í 20 mínútur fyrir þykkari botninn en bökunartími á þynnri botni myndi ég byrja með 15 mín og baka þar til gylltur.


Fylling


 250g rjómaostur stofuhita
250g þeyttur rjómi
2 góðar matskeiðar af hnetusmjöri
150g Sukrin Melis
1msk vanillu extract eða dropar

Hrærið rjómaost, vanillu og Sukrin Melis vel saman í skál.
Því næst fer hnetusmjörið í blönduna.
Í lokin er það þeytti rjóminn og blandið vel.

Setjið yfir botninn þegar hann er orðin kaldur.
Mér finnst gott að setja ostakökurnar mínar í frysti í klt og svo í kælinn.

Skreytið með þeyttum rjóma og svo skar ég niður próteinstöng sem ég keypti í Bónus og setti yfir rjómann.




No comments:

Post a Comment