Monday, August 17, 2015

Vanillu próteinstöng með pistasíum


Þessi uppskrift hefur slegið vel í gegn á heimilinu hjá mér, bæði hjá börnum og fullorðnum og er komin á óskalista yfir nesti hjá syni mínum.

Próteinið sem ég notaði er nýtt á markaði hér á landi en er frá sama framleiðanda og framleiðir Quest próteinstangir sem eru svo vinsælar. Próteinið er soyalaust, með engum viðbættum sykri (undir 1 gram af sykri í 28g) og glútenfrítt. (þetta er ekki kostuð auglýsing)

Stangirnar innihalda því prótein, góða fitu og í sírópinu er hellingur af trefjum svo að mínu mati hentar þetta í nestisboxið bæði hjá mér og krökkunum mínum, þá aðallega miðjubarnið sem er alltaf svangt, hreyfir sig ótrúlega mikið og er með svakalega brennslu.



Vanillu próteinstöng 2stk


50g Fibersirup Clear
30g Quest vanillu prótein
4msk saxaðar pistasíur
vanillufræ úr 1/4-1/2 vanillustöng
4 dropar vanillustevía (má sleppa)
2msk bragðlaus kókosolía sem er búið að bræða/hita
2msk kókos
2msk IQ súkkulaði saxað (má sleppa)

Setjið Fibersirup Clear í pott og hitið að suðu. Bætið við restinni af hráefninu og blandið vel saman. Bleytið hendurnar og formið á bökunarpappír tvær stangir og geymið í kæli. Einnig hægt að útbúa litla mola eða próteinkúlur og setja í kæli.

Mjög gott að setja smá IQ súkkulaði en súkkulaðið er sykurlaust, vegan, soyja og glútenlaust. 

No comments:

Post a Comment