Sunday, July 12, 2015

Ávaxtaís Alexanders Gauta


Það er smá ísæði hjá okkur fjölskyldunni þessa daganna. Það er bara eitthvað við það að útbúa sinn eigin ís. Miðjubarnið er duglegt að útbúa sér boost núna í sumarfríinu og ákvað að prófa að henda því í ísform sem lukkaðist mjög vel. Þetta er hans uppskrift frá a-ö með smá hjálp frá mömmunni.

Snilld fyrir börnin til að fá sér bæði að drekka og sem ís.




Ávaxtaís Alexanders Gauta


1 banani
250g AB mjólk
2msk Sukrin Gold
150g frosin hindber (eða önnur ber)

Setjið allt í blandara og maukið vel. Setjið svo í ísform og í frystinn.
Svo fljótlegt og auðvelt að börnin geta sjálf búið þetta til ;)

Það má sleppa sukrin gold en hann verður pínu súr án sætunnar svo það er smekksatriði. Börnunum mínum fannst gott að fá smá sætu á móti.



No comments:

Post a Comment