Friday, July 10, 2015

Kókosís


Allt í einu kom þessi svakalega þörf að fara í eldhúsið og prófa nýjar uppskriftir. Þörfin fyrir þetta hefur ekki verið mikil upp á síðkastið. Eins og ég hef skrifað um svo oft áður þá kemur þetta í bylgjum.

Ég sá þessa uppskrift á facebook síðu Sukrin/Funksjonell mat um daginn og varð að prófa.
Ótrúlega auðvelt að útbúa, er í raun gott millimál þar sem þetta fyllir vel í magann.

Þessi uppskrift komst í 6 ísform sem ég keypti í Hagkaup




Kókosís


400ml extra creamy kókosmjólk (fernur sem ég keypti í Bónus)
3msk Sukrin Melis
3dl kókosmjöl
5-7 dropar Toffee caramel stevía (má sleppa)
IQ berja súkkulaði fyrir þá sem vilja eða annað súkkulaði

Hrærið vel saman kókosmjólkina og sukrin melis. Bætið svo við kókosmjölinu og stevíunni.
Strákurinn minn vildi ólmur fá smá karamellubragð með kókosinum og það kom bara mjög vel út þó ég segi sjálf frá.

Setjið í ísform og frystið þar til tilbúið.

Ef þið viljið fá smá súkkulaði með ísnum er mjög sniðugt að saxa niður súkkulaðið smátt og blanda út í ísblönduna eða bræða yfir heitu vatnsbaði og dýfa toppinn í. Dóttir mín elskar dökkt súkkulaði og er mjög hrifin af IQ súkkulaðinu þó það sé dökkt og rammt á bragðið. Súkkulaðið kemur líka skemmtilega út með sætu kókosbragðinu.





No comments:

Post a Comment