Sunday, December 8, 2013

Avocado franskar


Dagurinn í dag fór í afmæliskaffi fyrir ömmu mína og afa og svo að hoppa upp á skrifstofu hjá 23 og skrifa utan á nokkur hundruð umslög sem fara í póst á morgunn, já bókin fer í póst á morgunn Woop Woop :-)

Hinsvegar er ég búin að vera aðeins að brjóta heilan varðandi uppskriftir því Vikan bað mig um að vera matgæðingur hjá sér í Janúar og ætla að koma fyrir næstu helgi að taka myndir. Og þá er spurning hvað skal bjóða upp á!? Ég hef verið mikið að hugsa um avocado franskar og ákvað að prófa þær í kvöld og já!! Þetta er eitthvað sem fær að rata í Vikuna en ég bara gat ekki beðið með að setja þetta fyrir ykkur á bloggið!!



Avocado franskar


1 avocado
1 egg
kókoshveiti
rifin parmesan ostur
hvítlaukssalt
salt og pipar

Egg sett í skál og létt pískað með gaffli og krydd bætt út í eftir smekk. Avocado er skorið í lengjur og dýft ofan í egg-kókoshveiti-egg-parmesan. 
Sett á bökunarpappír og í ofn sem er 200 gráður í 10-15 mín eða þangað til osturinn er orðin gylltur.


Ídýfa


5 msk majones
3 msk fínsöxuð koriander
nokkrar tsk af sítrónusafa (eftir smekk)

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota eða í blandara.


No comments:

Post a Comment