Stundum misheppnast það sem maður ætlaði að gera en útkoman verður samt þrusu góð.
Þessi uppskrift er ein af þeim. Þetta áttu að verða bollur en fékk einskonar skonsur úr ofninum.
Bragðið var samt æðislegt. Smyrja smjöri yfir og ost eða skinku og maður er komin með fínasta brauð ;)
Sesamskonsur/bollur
2 egg
65g sesammjöl frá Funksjonell
20g kókoshveiti frá Funksjonell
20g husk
2msk chia fræ
2 tsk vínsteinslyftiduft
1dl rjómi
1 dl AB mjólk
1/2dl vatn
2msk möndlumjöl
2msk Sukrin Gold
1/2 tsk salt
Blandið saman þurrefnum í skál. Bætið við eggjum og hrærið vel saman. Í lokin er rjómi, AB mjólk og vatn bætt við. Látið standa í smástund.
Setjið vatn á hendurnar og útbúið bollur og setjið á bökunarpappír.
Bakið á 175 gráður í ca 20 mínútur eða þar til gyllt.
No comments:
Post a Comment