Það hefur farið lítið fyrir blogginu síðustu vikur. Það fór mikil orka í að búa til nýjar uppskriftir til að gera fyrir bókina og ég var í ham og er komin langt á veg. Alexander Gauti minn varð 8 ára í gær og var fagnað með fjölskyldunni um helgina. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og baka sykurlaust fyrir afmælið og prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir. Ég var á síðustu stund að fá fullt af hugmyndum og tveimur tímum fyrir veisluhöld fékk ég hugmynd hvernig ég gæti gert lagtertu og auðvitað varð ég að prófa það. Ég held að ég hafi farið með eggja og rjóma met í eldhúsinu þessa daga sem ég bakaði fyrir afmælið.
Ég vil líka nota tækifærið að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem eru að styrkja mig með vörum svo ég get bakað fyrir komandi bók.
Via-Health stevía
Sukrin
H-Berg
Nú er bara að redda sér hænum ;)
Ég hef varla stigið fæti inn í eldhús síðan og fékk bara nóg af bakstri í bili. Hef varlað opnað excel skjalið með hugmyndum og öllum uppskriftum sem ég er vön að skoða og endurbæta hundrað sinnum á dag en þetta hefur verið ágætis hvíld.
Ég elska að eiga eitthvað til að narta í og þessar eru ótrúlega góðar til að eiga í fyrstinum og dugar fyrir mig að fá mér einn mola til að slökkva á nartþörfinni en ég vara ykkur við, þetta er fitubomba dauðans en með hollri og góðri fitu ;)
Bombu molar
1 bolli kókosolía
3 msk sykurlaust kakó (ég nota Hersey's)
2 msk hnetusmjör
15 dropar original Via-Health stevía
Kókosolía hituð í potti á. Setjið þrjár skálar á borðið og deilið kókosolíunni á milli þeirra jafnt. Í fyrstu skálina er kakó blandað við, í skál nr 2 er hentusmjör hrært við og í þá 3 stevíudropar. Blandið hráefnum í hverri skál vel saman með skeið.
Notið lítil konfektform og setjið fyrst hreinu kókosolíuna í formin (fjöldi fer eftir stærð á formum en ég fékk um 14 mola úr mínu). Setjið í frysti í 10 mín. Því næst er hnetusmjörsblandan sett í formin og aftur sett í frysti í 10 og í lokin er súkkulaðið sett í formin og enn og aftur inn í frysti og best að geyma molana þar.
Sæl.
ReplyDelete15 steviudropar, 3 í hnetusmjörsblönduna, deilir þú hinum 12 á milli hinna tveggja?
Kv. Ásta
Sæl og afsakið seint svar. Þú setur stevíu dropana í þriðju og síðustu skálina. Semsagt í fyrstu skálina fer kókosolía og kakóduft, í skál númer tvö fer hnetusmjör og kókosolía og í þriðjuskálina fer kókosolíao og stevíudropar
DeleteJá er til í að vita það líka takk
ReplyDeleteEn annars er þetta allt æðislegt :)
Þú setur stevíu dropana í þriðju og síðustu skálina. Semsagt í fyrstu skálina fer kókosolía og kakóduft, í skál númer tvö fer hnetusmjör og kókosolía og í þriðjuskálina fer kókosolíao og stevíudropar
Delete