Thursday, January 16, 2014

Mangó lassi Dísu


Börnin mín eru dálítið heilaþvegin af móður sinni þegar það kemur að hollustu í mat. Þau spyrja hvort það sé sykur í hinu og þessu því þau hafa áhyggjur hvort afi megi borða (afi með sykursýki). En ekki misskilja, þau fá alveg óhollustu líka en ég reyni að hafa það minna og minna.

Ég hef reynt að koma fjölbreyttum mat í millimál fyrir þau og það nýjasta sem sonur minn vill fá fyrir æfingu er mangó lassi boost.

Hann er ekki kannski rosalega hentugur fyrir þá sem eru á lkl og halda sig undir 30 g af kolvetnum á dag en hann er samt æði fyrir okkur hin og yndislegur fyrir börnin!



Mangó lassi Dísu


400g dós af Mangó frá Nature's finest 
240 g hrein jógúrt
120 ml mjólk
15 dropar Via-Health stevía original
Klakar

Mangó án safa (hægt að drekka safan eða geyma út í hreint jógúrt eða skyr) sett ásamt öllu hráefni og maukað í blandara eða með töfrasprota í nokkrar sek eða þar til mjúkt og seiðandi 





No comments:

Post a Comment