Ég hef ekki haft mikinn tíma til að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu og blogga. Börnin hafa skipst á að vera veik. Emma er búin að vera meira og minna veik allan nóvember mánuð og loks í gær þegar hún var orðin vel hraust og tilbúin í leikskólann kom Alexander til mín rétt áður en við fórum út úr húsi og sagðist líða einhvað skringilega. Ég var mjög vond mamma og hélt að þetta væri miðjubarna syndrome. Systir hans búin að fá svo mikla athygli út af veikindum sínum og hann er aldrei veikur og hélt því að hann væri að reyna að plata til að eiga smá stund með móður sinni. Þegar hann sagði svo að hann væri með hausverk og ég mældi hann þá var hann klukkan átta að morgni með 39 stiga hita. Ó hvað mömmuhjartað fékk mikla samvisku að hafa haldið að hann væri ekki að segja satt. Man hreinlega ekki hvenær hann fékk hita síðast, allavega nokkur ár síðan. Þannig að mæta í vinnu var ekki á dagskrá, eina ferðina enn.
Bókin er komin á fullt í sölu og hefur gengið vel. Var að klára prentun núna klukkan tíu og þá er bara að við skytturnar þrjár (ég, Ágúst og Andrea sem eru með mér í þessu verkefni) setjumst niður og setjum bókina í umslag. Ég fékk að sjá loksins bókina í gær og flétta henni. Það sem hún er falleg :-) Svaf með hana á náttborðinu mínu.
En ætla að setja uppskrift af lakkrís trufflum. Ofur einfalt og sjúklega gott.
Lakkrís trufflur
200 súkkulaði, 70%
1 1/2 dl rjómi
1-2 tsk lakkríspúður
Rjómi hitaður í potti. Tekið af hellu áður en rjóminn nær suðu og súkkulaði bætt út í. Hræra vel í rjóma og súkkulaði þar til alveg blandað. Bæta lakkríspúðri við og hræra vel saman við súkkulaðið.
Setja í sprautupoka og sprauta í lítil konfekt form eða setja í skál og geyma í kæli í klt og búa til litlar kúlur. Hægt að skreyta kúlurnar með söxuðum hnetum eða kakódufti. Ef sett í konfektform er gott að skreyta með smá klípu af salti eða chili.
ææææ svona erum við mömmurnar stundum, og fáum svo rokna samviskubit, en eitt skal ég segja þér og það er að VIÐ GERUM OKKAR BESTA Í HVERT EINASTA SINN OG GETUM EKKI GERT BETUR :)
ReplyDeletelangar að prófa svona trufflur - en hvar fær maður lakkríspúður?
Já það er rétt :) Lakkrísduft eins og ég nota fæst í Epal. Annars veit e´g að það eru líka til duft í heilsubúðunum :-)
DeleteEpal! eru þau með matvörur? þá sjálfsagt rándýrt eða hvað :)
DeleteHehehe ég hugsaði það sama Epal. og margir hafa spurt hvort ég sé ekki að rugla en nei þetta er danskt merki og þau flytja þetta inn. Minnir að dollan kosti um 900 kr hjá þeim. Dýrt en dugar ágætlega
Deletehahaha einmitt, en ég fletti upp á Epal.is og sá þetta þar - margar tegundir meira að segja. Takk takk. Hlakka mikið til að fá bæklinginn minn :)
Delete