Tuesday, December 31, 2013

Síðasta færsla ársins.

Ég hugsa það sama á hverju ári: Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða!! Ég einhvern veginn finn það alltaf mest í lok desember. Desember mánuður hefur ekki farið mikið í að standa í eldhúsinu og ég er alveg sátt við það. Bloggið fór líka í gott jólafrí. Ég ákvað að vegna anna þá myndi ég leyfa mér að fá mér sykur og hveiti. Ekkert samviskubit eða mórall, heldur meðvituð ákvörðun um þetta. Ég hef líka fundið vel fyrir þessu. Sykurþokan hefur verið mikill og ég get því ekki beðið eftir að losna við kolvetnin aftur. 

Ég tók kannski aðeins of mikið á mig þennan desember mánuð en ég sé alls ekki eftir því. Bókin til styrktar UNICEF seldist fyrir meir en 700.000 kr og ég er afskaplega þakklát fyrir alla sem styrktu þetta verkefni. Það var ný jólastemming að sitja og handskrifa utan um meir en 600 umslög sem fóru víðsvegar um Ísland og erlendis einnig. Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað hægt er að gera fyrir börnin á Filippseyjum fyrir þennan pening.

 Einnig byrjaði ég í nýrri vinnu korter fyrir jól bókstaflega. Ég er búin að snúast 180 gráður í atvinnu og komin á auglýsingastofu í hin ýmis verkefni. Það hefur tekið ansi mikið á að eiga eitt stykki lungnabólgu barn sem nælir sér í allskonar pestir og því kærkomið að fá vinnu sem ég get unnið að heiman og hvenær sem er sólahrings ef barnið ákveður að halda á sömu braut, en vonandi er hún að eldast úr þessu. Ég stefni svo á að halda áfram með bloggið og prófa mig áfram í eldhúsinu. Síðan komst í yfir 100.000 þúsund heimsóknir í lok nóvember og það finnst mér yndislegt. Það er kannski ekki neitt rosalega há tala en fyrir mig er hún ótrúleg :) Því er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að prófa sig áfram og leyfa ykkur að njóta með mér. Ég er alltaf með hundrað hugmyndir í hausnum sem vilja verða að veruleika og ætla ég að verða duglegri að prófa mig áfram með mat og aðeins að minnka sætinda baksturinn, ef ég get ;)

VINSÆLAST Á BLOGGINU

Það er gaman að skoða hvað af blogginu var vinsælast. Oft var það þannig að ég bjó eitthvað til og bjóst við að það myndi slá heldur betur í gegn og svo fékk það ekki þessa miklu athygli sem ég bjóst við. Einnig var það akkúrat öfugt. Bjó til eitthvað í flýti og bjóst við að fengi enga athygli og það varð mjög vinsælt.

Kladdkakan er sú sem stendur upp úr greinilega hjá lesendum bloggsins enda yndisleg kaka. Hún hentar við öll tækifæri, er fljótleg að útbúa og þarf ekki mikið af hráefnum.


Karamellu Fudge var eitt af því fyrsta sem ég bjó til sem var LKL vænt. Hef síðan þá gert fullt af mismunandi útgáfum og hver önnur betri. 



Sörurnar, já þær hafa heldur betur fengið athygli enda sörur heilagar hjá mörgum þegar kemur að jólum. Ég skal játa það að ég hef aldrei fyrr gert sörur fyrr en ég prófaði að búa til sykurlausar. Ég bjóst við að það yrði auðvelt en nei. Það tókst samt sem áður í þriðju eða fjórðu tilraun hjá mér.



Ef ég ætti svo að velja mitt uppáhalds hmmmm það er erfitt. Valið er á milli Jarðaberja Chia ís og Lakkrís ís og ég verð að velja......Lakkrís ísinn. Ohh hann var svo góður. Ef ég hefði ekki farið upp í rúm að horfa á sjónvarpsþætti í tölvunni allt gærkvöld og sofið til hádegis í dag hefði ég skellt í þennan ís en ég er í fríi og því er í eftirrétt fyrir mig, haldið ykkur og ekki fá áfall....Royal búðingur!! Já ég tek eldhúsfríið mitt alla leið ;) Enda er ég bara mennsk og ég ákvað að leyfa mér það sem ég vil í desember án þess að fá samviskubits.


Ég vil enda þetta á að þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu. Takk til ykkar sem nennið að fylgjast með mér og fyrir alla fallegu tölvupóstana og skilaboðin sem þið hafið sent mér. Þið eruð yndi. Eigið þið yndisleg áramót með þeim sem ykkur þykir vænt um og farið varlega. 

Knús og kossar
Hafdís Magn




1 comment:

  1. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allan fróðleikinn, hlakka til að fylgjast með þér árið 2014 :)

    ReplyDelete