Friday, December 6, 2013

Dísu súpa


Á svona köldum dögum er yndislegt að fá sér heita súpu. Þessa geri ég alltaf reglulega ef ég á afgangs kjúkling eða hakk. Mæli aldrei neitt sérstaklega í hana heldur hendi í hana það sem til er og ég verð aldrei fyrir vonbrigðum.



Dísu súpa

1 dós af söxuðum tómötum.
1/2 líter af vatni
1 grænmetis eða kjúklinga teningur
Paprika, gulrætur, eða það grænmeti sem til er í kælinum.
2-4 hvítlauksgeirar
100 g rjómaostur
Basilika
salt og pipar

Vatn og matarteningur sett í pott og hitað. Tómatar og hvítlaukur bætt út og látið ná suðu.
Maukað með töfrasprota svo úr verður fín súpa. Smátt saxað rænmeti og afgangs kjöt sett út í ásamt rjómaosti og kryddum (eftis smekk) og látið malla í 15-20 mín.

Sett í skál og bætt við vel af rifnum osti út í ásamt ferskri steinselju.
mmmmm í alvöru hún er æði!. Það er hægt að minnka vatnið og hafa hana þykkri eða setja meira vatn og þynna hana (gott að krydda meir þá). Einnig hægt að setja grænmetið strax með ofan í með tómötunum og mauka. Hentar fyrir gikki eins og mig ;) Rifni osturinn verður æði og ég á núna alltaf tómata i dós upp í skáp just in case ég hendi í þessa súpu.


No comments:

Post a Comment