Tuesday, December 17, 2013

Kryddbrauð

Jólabarnið inn í mér gleðst mikið yfir öllum snjónum sem er búið að príða Reykjavík síðustu daga og vonar að það haldist þar til eftir jól. Það er bara ekkert eins yndislegt og hvít jól og það hefur verið fátt um það í Reykjavíkinni síðustu ár.

Á sunnudaginn fagnaði ég nýjum tug og varð heil 30 ára. Dagurinn var frábær. Við börnin eyddum honum hjá foreldrum mínum í Kópavogi og höfðum það notalegt. Kvöldið hinsvegar varð ekki eins gott þar sem ég náði að bakka á eina bílinn sem var á bílastæðinu og skemma hann ágætlega. Ég kenni lélegri sjón og viðbröðgum vegna aldurs ;)

Bókin hefur gengið vel að selja og það fer dálítið af tíma í að skrifa á umslög og setja í póst. Þar sem ég er meira og minna ein í þessu og það að koma jól þá hef ég ekki getað verið að fara á hverjum degi á pósthúsið en það tekur tíma að skrifa um 600 umslög ;) En ég hef bara gaman af þessu og finnst frábært að fyrirtæki hafa veirið dugleg að kaupa bókina fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Vegna þess að jólaandinn er komin yfir mig langar mig að deila með ykkur einni uppskrift úr bókinni.



Kryddbrauð


3 egg
170 g rjómaostur
120 g smjör
65 g möndlumjöl
15 g kókoshveiti
40 g Fiberhusk
60 g Sukrin Gold
2 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
2 msk kanill
1/2 msk negull
1/2 msk engifer
(kanill, engifer, negull eftir smekk)

Bræða smjör. Smjör og rjómaostur pískað vel saman í skál. Í annarri skál er Sukrin Gold, stevíu og eggjum þeytt saman og svo bætt út í skálina með smjörinu og rjómaostinum. Þurrefnum blandað saman og síðan blandað við restina. Sett í brauðform og inn í 175 gráðu heitann ofn í 30-40 mínútur.


5 comments:

  1. Innilega til hamingju með nýja tuginn þinn duglega skvísa :)) þetta verður bara skemmtilegra með árunum.
    Gleðileg jól og takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar þínar og hugmyndir.

    Bkv
    Nina

    ReplyDelete
  2. Innilega til lukku með afmælið og ég vona að þú hafir átt gleðileg jól. Takk fyrir alla uppskrifta glaðningana á árinu sem er að líða, hlakka til að fylgjast með þér á nýju ári :)

    ReplyDelete
  3. umm girnó , hvað gæti ég notað í staðin fyrir rjómaostinn ? og er ok að skipta út kókoshveiti fyrir sesamhveitið ?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nú bara veit ég ekki hvað þú getur notað í staðin fyrir rjómaostinn. hef ekki prófað án hans. Er ekki viss með sesamhveitið...

      Delete
  4. Thanks and I have a swell supply: Where To Learn Home Renovation split level renovations

    ReplyDelete