Ég setti inn uppskrift um daginn af mozzarella kjötbollum og með þessum kjötbollum var sósa. Bollurnar voru borðaðar daginn eftir en sósan kláraðist ekki og mér finnst ekkert skemmtilegra en að ná að útbúa eitthvað úr afgöngum, þó það sé bara sósa. Svo það var ekkert annað en að sulla saman góðum fiskrétt.
2 flök af ýsu eða þorski
2 egg
2-3 msk af afgangssósu eða tómatpaste
2 msk disjon sinnep
1 tsk paprikuduft
1 dl rifin parmesan
salt og pipar eftir smekk
kókoshveiti með smá hvílaukssalti
Kókoshveiti sett í skál ásamt hvítlaukssalti
Í aðra skál er eggi, sósu, sinnepi, kryddi og osti blandað vel saman.
Fiskur skorin í hæfilega bita, hvert flak í tvo-þrjá bita.
Setja fiskibita í kókoshveiti og síðan í sósublönduna.
Hita pönnu og steikja fiskinn með smjöri eða kókosolíu, nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Smakkast mjög vel með blómkálspoppi, fetaosti, klettasalati og sitrónubita. Ég var ekki með sósu í þetta sinn en er örugglega gott að gera kalda sósu úr sýrðum rjóma, majonesi, hvítlauk og sítrónusafa :)
No comments:
Post a Comment