Í gær var veðrið yndislegt. Sólin kom loks til Reykjavíkur, börnin léku úti í vatnsstríði, fuglarnir sungu og lífið var bara dásamlegt. Eftir mikla útiveru í sólinni þá langaði mig í eitthvað svalandi að drekka, og þar sem ég er í sumarfríi mátti alveg vera smá dass af alkahóli í drykknum. Eftir að hafa legið aðeins á internetinu að finna réttu LKL lausnina ákvað ég að prófa sjálf og óboj óboj hvað þetta var svalandi :) Ég ælta að skella aftur í Mojito um helgina í bústað.
Mojito fyrir fjóra (eða einn sem vill fjóra drykki)
Sýróp, bjó það til úr vatni og sukrin gold. Verður þunn blanda
2 dl vatn
0,5 dl sukrin gold
Sett saman í pott og látið suðu koma upp. Tekið af hellunni og látið kólna.
12-16 st matskeiða af sýrópi
16 cl romm
2 lime
fersk mynta
Sprite Zero eða kristal Lime
Klaki
Lime skorin niður í fjóra bita og deilt niður í glösin. Romm og sýróp sett í glösin ásamt smá af mintu. (sjálf setti ég milli 8-10 blöð í hvert glas) Þessu er svo malað saman þar til lime safi er komin vel úr og mynta smá maukuð. Fyllt á glasið með sprite eða sódavatni og í lokin er settur klaki út í.
Súkkulaði parfait
Stundum þá langar mig í eitthvað voðalega djúsi og gott. Hef búið til nokkra súkkulaðibúðinga sem ég hef ekki verið nógu ánægð með. Fann þessa uppskrift og ákvað að skella í hana og sé ekki eftir því. Það voru slagsmál í eldhúsinu hver fengi að sleikja úr skálinni og vonda mamman ég hafði vinninginn. Það er bæði hægt að borða þennan búðing strax með þeyttum rjóma og minnir á Royal búðing bara betri ;) eða setja í frysti og leyfa að harðna. Þessi uppskrift dugar fyrir 2-4, eftir því hvað fólk vill borða mikið en eins og mér fannst hann góður þá varð ég fljótt södd.
Uppskrift
50 g dökkt súkkulaði 70%
2 dl rjómi
2 msk sukrin melis
2 eggjarauður
1 tsk vanilludropar
1-2 msk appelsínusafi
1/2 gelatínblað
Bræða súkkulaði yfir vatnsbaði og látið kólna
Gelatín látið í kalt vatn ekki minna en 5 mín. Kreysta vatn úr gelatíni og það brætt í potti með 1 msk af vatni
Þeyta rjóma
sukrin, eggjarauður og vanilludropar þeyttir vel saman.
Súkkulaði blandað við egg og sykur, síðan rjómi og gelatín bætt út í og blandað vel saman. Síðast er gelatínið og appelsínusafi blandað við.
Annað hvort sett í skál strax og borðað með þeyttum rjóma eða setta í form og inn í frysti í 1-2 klt.
Ég setti inn uppskrift um daginn af Baby Ruth áður en sukrin var komið í Krónuna og þurfti að búa til súkkulaði krem á kökuna. Þar sem sukrin melis er komið þá er hægt að gera uppskriftina eins og hún á að vera með eggjarauðum, súkkulaði og flórsykri :)
No comments:
Post a Comment