Thursday, October 1, 2015

Sykurlausar súkkulaði brownies.


Það er skrítið hvað lífið getur komið manni á óvart. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég viss um að ég myndi aldrei aftur vinna við menntun mína og fann fyrir söknuði að vera ekki í starfi á spítala.
Í dag er ég svo heppinn að hafa fengið draumavinnu á Landspítalanum, á deild þar sem ég fæ að læra heilmikið um það líffæri sem er búið að vera valda veseni hjá eiginmanninum, hjartað.
Já það er yndislegt að vera búin að finna vinnu sem maður sér sig vera í þar til maður hættir að vinna vegna aldurs ;)

Það kannski skírir líka afhverju nýjar uppskriftir eru ekki að rúllast hér inn enda er maður enn að finna aðeins réttu rútínuna og jafnvægið milli heimilis og vinnu aftur.



En síðustu helgi bjó ég til þessa dásemd og tók til tengdó þegar þau buðu okkur í kjötsúpu.





Sykurlausar brownies


3 stór egg (aðskilja hvítur og rauður)
150g valhnetur eða aðrar hnetur
125g smjör stofuhita
150g sykurlaust súkkulaði (ég notaði Valor)
2msk Fibersirup Gold
50g Sukrin

Ef þið viljið glútenlaust köku þarf að passa að velja súkkulaði sem er glútenlaust. IQ er með sykur og glútenlaust súkkulaði og Valor er líka með og er það þá sérmerkt.

Stífþeytið eggjahvítur og setjið til hliðar.
Þeytið Sukrin og eggjarauður vel saman og bætið svo smjörinu og fibersirup gold við 
og þeytið áfram.
Saxið súkkulaði og hnetur og bætið við deigið.
Í lokin eru eggjahvítur varlega blandaðar við.

Setjið í form sem er 20x20 cm. Ég kaupi yfirleitt einnota í Bónus.
Bakið á 170 gráðum í 40-45 mín eða þar til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr kökunni.

Berið fram með þeyttum rjóma og berjum. (Það er eiginlega algjört möst;))





1 comment:

  1. Var að baka brownies og mér finnst eins og að það sé of mikið smjör i þeim þær eru dálítið mikið blautar

    ReplyDelete