Thursday, May 29, 2014

Müsli

Bloggið hefur fengið að hvílast vel síðustu vikur og mánuði en nú er ég að leggja lokahönd á uppskriftir fyrir bókina mína. Ég er komin með um 100 uppskriftir. En alltaf þegar ég segi við sjálfa mig jæja nú er síðasta uppskriftin komin þá læðist að mér hugmynd og ég verð að framkvæma og hún er svo komin á lista fyrir uppskriftum í bókina. En einhvern tímann verður maður að loka á þetta og það verður gott að geta sett bókina til hliðar og bakað sér til gamans. Ekki það að þetta hafi ekki verið gaman. Aldrei bjóst ég við að fara í bókagerð en það er samt alltaf smá pressa sem fylgir þessu. Sumarið verður rólegt en svo hefst smá annarsamur tími í haust við kynningu svo ég hlakka til að koma bókinni alveg frá mér og eiga smá hvíld fyrir komandi hausti.

Í dag fékk ég hugmynd af ostatertu sem ég bara varð að prófa og botninn heppnaðist sjúklega vel en ég kom svo að því að hann væri líka fullkomin sem musli ef maður bætti bara smá í hann.



Musli

100g pekanhnetur, smátt saxaðar
50g möndlumjöl
2-4msk sukrin gold (eftir hversu sætt þú vilt)
40g smjör
20-30g kókosflögur stórar
salt klípa
Trönuber (valfrjálst)


Bræðið smjör í potti og bætið svo pekanhnetum, möndlumjöli og sukrin gold við og hrærið vel saman.
Setjið á bökunarpappír og dreifið vel úr og þjappið. 
Bakið á 190 gráður í um 5 mínútur eða þar til farið að brúnast aðeins. Fylgist vel með svo það brennur ekki. Látið kólna. Takið úr ofninum og setjið kókosflögur á bökunarpappír og dreifið vel úr. Bakið í ofninum í um 5 mínútur eða þar til gullið. 
Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær muldar vel niður í skál og salt, kókosflögur og trönuber blandað vel saman við. Setjið í krukku.

Þetta er tilvalið sem botn fyrir ostaköku ef sleppt er kókosflögurnar og trönuberin. Ég er búin að vera borða þetta sem snakk í dag og get ekki beðið að setja þetta út á chiagrautinn minn :)





1 comment:

  1. Looks yummy! Id love the recipe in English please!

    ReplyDelete