Sunday, July 21, 2013

Croque Monsieur


Croque Monsieur er frönsk samloka með mikið af osti og hrikalega djúsi og góð. Prófaði að gera lkl væna útgáfu og mmmm. Tilvalið til að fá sér í hádeginu um helgar.

uppskrift (fyrir 3)
5-6 egg fer eftir stærð
1 msk rjómi
2 dl möndlumjöl
2,5 dl rifin ostur
2 msk husk
1/2 tsk salt
1,5 tsk lyftiduft
Krydd eftir óskum (gott að setja hvítlaukssalt eða oregano í deigið)




ofn hitaður á 190 g.
Egg pískuð vel saman. Í aðra skál eru þurrefnum blandað vel saman og síðast er eggin og rjómi bætt út í. Leyfa þessu að standa í fimm mínútur.
Gott að bera smá olíu á bökunarpappír til að auðvelda þegar brauðið er tekið af eftir bökun. Brauðið á að vera þykkt og best að dreifa úr því 20*30 eða eins og á myndinni. Passa að dreifa jafnt úr því.
Eldað í ofni í 15-20 mín. Fer eftir ofnum. 
Látið kólna, skerið enda af og skerið svo í sex jafna bita.

Smyrjið brauðið með smjöri og setjið skinku og ostsneið á. Ég set vel af osti og tvær skinkusneiðar. Steikt á pönnu á meðalhita með olíu þar til ostur er bráðnaður. 

Gaf mér ekki tíma til að taka almennilega mynd af samlokunni þar sem hún var of djúsí. Einnig fyrir þá sem vilja egg er hægt að búa til Croque Madame en það er sama útgáfa nema búið er að bæta eggi við.



4 comments:

  1. Takk fyrir þessa :) Ég gerði einmitt oft Croque Madame hér áður fyrr en er búin að reyna að upphugsa hvernig ég get leyst þetta með sinnepssósuna góðu. Einhverjar hugmyndir?

    ReplyDelete
  2. Eins og er engar hugmyndir nema að fá sér slettu af dijon sinnepinu góða eða blanda saman majones, sinnepi, smá sukrin og sítróna safa eftir smekk? Læt þig vita ef ég næ að mastera góðrio sósu

    ReplyDelete
  3. Takk :) hitt er reyndar fín hugmynd!

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir uppskriftina. Ég velti fyrir mér, veistu hvað brauðið (án áleggs)geymist lengi?

    ReplyDelete