Tuesday, March 6, 2018

Lakkrískaka

Fyrir þá sem elska lakkrís og allt með lakkrísi mæli ég með þessari köku :)



Lakkrískaka

50 g kókoshveiti
110 g sukrin eða sukrin gold
110 g smjör
120 ml kaffi eða vatn. Ég nota kaffi
1 msk sykurlaust kakó
1,5 msk lakkrísduft frá Johan Bulow
3 stór egg
6 msk sýrður rjómi, 
1 tsk vanillu extract eða dropar
1 tsk matarsódi

Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið þið smjör, kaffi, lakkrísduft og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restinni af hráefnum bætt við. Smyrið 20x20 cm form með smjöri og bakið við 200 gráður í um 20 mínútur.

Krem

75g smjör
100g fibersirup Gold
60g sukrin
25g sykurlaust kakó
300ml rjómi
2msk lakkrísduft

75g smjör
100g Fibersirup Gold
60g Sukrin 
25g kakó
300ml rjómi
2msk lakkrísduft


SEtjið smjör og Fibersirup í pott og hitið. Bætið við rjóma og restinni og blandið vel. Látið kólna og setjið svo yfir kökuna.

No comments:

Post a Comment