Saturday, September 12, 2015

Eplakaka





Tíminn þýtur áfram eins og vanalega og allir komnir í sína rútinu eins og hún á að vera.
Langar að nefna það að og biðja fólk að gera verðsamanburð þegar það t.d. kaupir gler í gleraugu fyrir sig eða börnin.

Nú á ég tvö börn sem þurfa gleraugu og þarf að skipta um gler hjá þeim 1-2x á ári og þau eru með mikla fjarsýni auk þess að annað er með sjónskekkju og hitt þarf tvö missterk gler fyrir sitthvort augað.

Ég byrjaði á að fara í þá búð sem er næst okkur og kíktum á umgjarðir þar sem boðið var upp á fría umgjörð með glerinu. Leist vel á það og fyrir strákinn hljómaði glerið upp á 25.000kr. Ok svo sem allt í lagi en ég dó næstum þegar sagt var við mig að glerin fyrir stelpuna væru á 49.000kr. Ehh já bara. Ehhm heyrðu ég ætla aðeins að skoða þetta takk og bakkaði varlega út áður en ég hljóp eins og fætur togaði í burtu, svitnandi við tilhugsunina að borga 75.000kr fyrir ný gler fyrir krakkana.

Ég hringdi svo í Augastað í Mjóddinni og þar kostaði fyrir stelpuna glerin 14.000kr! Vá engin smá munur! Glerið fyrir strákinn munaði ekki miklu eða 22.000kr sem skiptir samt máli. Svo ég fékk fríar umgjarðir þar einnig og borgaði 36.000kr fyrir þau bæði, sem nær ekki einu sinni verðinu á bara hennar gleri!

En ok, búin að pústa þessu úr mér og komið að því að tala um köku, eplaköku. Það er algjört möst að eiga alltaf að minnsta kosti einn pakka af kökumixi frá Funksjonell upp í skáp þegar ég vil baka eitthvað fljótlegt en ótrúlega gott. Í dag ákvað ég að skella í eplaköku, þar sem eplin sem voru til í kælinum voru að koma á síðasta snúning.

Ég breytti aðeins og gerði 20cm köku sem passar fullkomlega á nýja sæta kökudiskinn minn sem ég fékk í Rúmfatalagernum á 1290kr minnir mig. Finnst best að baka þessa stærð af kökum en hundleiðinlegt að vera með of stóran kökudisk.


Eplakaka


1/2 pakki af kökumixi frá Funksjonell (ca 180g)
50g brætt smjör
2 stór egg
1dl AB mjólk
1epli
2msk Sukrin Gold
1msk Kanil

Blandið öllu saman í skál  (ekki epli, sukrin og kanil) og blandið vel saman. Ég lét Hrímu mína (kitchenaid vélin mín) sjá um þetta fyrir mig á meðan ég skar niður eplið. Afhýðið eplið og skerið í sneiðar.

Setjið deigið í 20cm silikonform og dreifið vel úr. Setjið eplasneiðar yfir kökuna svo þau hylja hana alla.

Stráið yfir kanil og sukrin gold og bakið svo á 175 gráður í ca 30-40 mínútur eða þar til gaffall kemur hreinn úr kökunni þegar stungið er í hana miðja.

Færið yfir á kökudisk og stingið þó nokkur göt á kökuna og dreyfið yfir hana Fibersirup Gold.



6 comments:

  1. Þessi er ótrúlega girnilega, ætla klárlega að prófa hana á morgun með sunnudagskaffinu :)

    En seturu kanil og sukrin gold bæði í degið og svo líka yfir kökuna? Af því að byrjun segiru að öllu sé blandað saman, en svo í lokin á að setja þetta tvennt yfir kökuna

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Búin að laga þetta en nei sukrin gold, kanil og eplin fara bara ofan á kökuna ekki í deigið sjálft ;)

      Delete
  2. hvar fæst kökumixið frá Funksjonell

    ReplyDelete
    Replies
    1. T.d. krónunni, nettó, hagkaup, samkaup og fjarðarkaup sem dæmi

      Delete
  3. sama spuringn og fyrir ofan hvar fæst Funksjonell ???

    ReplyDelete
    Replies
    1. T.d. krónunni, nettó, hagkaup, samkaup og fjarðarkaup sem dæmi

      Delete