Monday, March 12, 2018

Súkkulaðikaka

Um helgina var bakað. Það var mikið bakað. Kannski þess vegna sem ég sit heima núna með kvef og slappleika? Nei segi svona. En er samt ótrúlega ánægð að hafa bakað þessa og eiga enn inn í kæli svo ég get fengið mér á eftir og notið yfir sófakúri og NETFLIX.

Kakan heppnaðist mjög vel en það eina sem ég virkilega klikkaði á var að smyrja formið með smjöri svo kakan kæmi léttilega úr eftir bökun. Mæli semsagt með því.
En hún lúkkaði svo sem ekkert illa svona í myndtöku :)




Súkkulaðikaka



100g smjör
3 egg
3,5dl möndlumjöl
2msk rjómi
2dl Sukrin Gold
2-3msk ósykrað kakó
1tsk lyftiduft

Bræðið smjörið.
Setjið allt í skál og blandið með töfrasprota. 
Einnig er hægt að byrja á að þeyta egg og sykur og blandað svo öllu saman en ég er löt ;)

Setjið í form sem búið er að smyrja með smjöri. Mitt form er ca 22cm 
Bakið í miðjum ofni á 170g í ca 15 mínútur.




krem

110g smjör
100g rjómaostur
3msk kókos
2msk ósykrað kakó
2msk gott uppáhellt kaffi
4msk Sukrin Melis


Látið smjör og rjómaost ná stofuhita.
Þeytið smjörið vel í nokkrar mínútur og bætið við sukrin melis.
Bætið við rjómaosti og blandið vel saman.
Kaffi, kókos og kakó bætt við.

Setjið yfir kökuna og stráið yfir kókos.




3 comments:

  1. Replies
    1. Þessi er lágkolvetna já. hvort hún flokkist undir ketó veit ég ekki en þú verður bara að reikna kolvetnin í henni og hverri sneið til að finna út :)

      Delete
  2. Já mér sýnist það. En ég er nýbyjuð í lchf og er ekki alveg með allt á hreinu

    ReplyDelete