Tuesday, March 13, 2018

Marsipan egg


Ég er mikill nammigrís. Ég elska nammi, ég elska allt sem er sætt.
Hinsvegar hef ég aldrei verið neitt sérstaklega sólgin í páskaegg. Ég get alveg lifað af án þess að fá páskaegg og finnst yfirleitt bara best að fá smá örlítið smakk af eggjum barnanana.

Hinsvegar elska ég konfekt og ég elska marsipan og þessi blanda er sú besta.
Því datt einhvern veginn í hugan á mér að prófa að útbúa konfekt egg fyrir mig þessa páska.
Marsipan egg með mismunandi bragðtegundum.

Ég set hér inn uppskriftir af þeim marsipan eggjum sem ég útbjó en hægt er að gera allskonar útfærslur allt eftir því hvað heillar ykkur og þið eigið til.



Grunnuppskrift.


100g hýðislausar möndlur
1 eggjahvíta
2msk Sukrin Melis
2 tappar möndludropar

Setjið möndlunar í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þær í fíngert möndlumjöl.
Setjið í skál og bætið rólega við eggjahvítu og Sukrin Melis. Mér finnst gott að hræra möndludropunum við hvítuna. 
Í lokin er bragðefni sem notað er í hverja rúllu blandað vel við marsipanið.
Þegar búið er að blanda þessu öllu vel saman skaltu rúlla í þykka lengu og setja plastfilmu utan um og geyma í kæli.

Skiptið rúllunni í 6-8 bita og rúllið í eggjaform. Geymið í kæli.
Bræðið yfir vatnsbaði eða örbylgju sykurlaust súkkulaði sem þið hjúpið eggin með.

Ekki er þörf á að hjúpa egginn ef maður vill ekki. Þau eru í raun virkilega góð alveg án súkkulaðis.



Eggjategundir



Lakkrís og mynta
1msk lakkrísduft frá Johan Bulow. Ég var með raw tegundina
2 blöð af fínsaxaðri myntu (má sleppa)

Appelsínu og heslihnetu
1-2msk safi úr appelsínu
börkur af 1 appelsínu
2msk ristaðar heslihnetur


Súkkulaðismjör
Ég notaði sykurlaust súkkulaðismjör frá Via Health
Setti tvær góðar matskeiðar af súkkulaðismjörinu í sprautupoka og sprautaði
litlar doppur á bökunarpappír. 
Setti svo í frystinn og lét vera þar í ca 2 tíma.

Rúllaði út hreinu marsipani.
Bjó til litla holu í deigbitann. Setti frosinn dropa og setti marsipanið yfir. 
Rúllað í eggjaform og svo hjúpað með súkkulaði.


Aðrar hugmyndir

Chili- saxa niður smátt smá chili
kaffi
lime safi og börkur
Núggatfyllt Hér er uppskrift af sykurlausu
Pistasíu
Þurrkuð ber






No comments:

Post a Comment