Það er ansi langt síðan ég bakaði vatnsdeigsbollur og ákvað ég að skella í einn skammt í kvöld.
Börnin voru virkilega ánægð. Voru ekki alveg sátt við bollurnar beint úr ofninum. Bað þau að hafa smá þolinmæði enda eftir að setja súkkulaði og rjómann svo á milli.
Það kom dáldið annað hljóð í þau þegar smakkað var aftur. Þau eru bæði búin að panta þessar bollur með sér í skólann á bolludaginn.
125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
40 g kókoshveiti
3 stór stór egg
1 tsk xhantan gum
Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið.
Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 180 gráður í ca 30-35 mínútur.
Þær gætu verið smá blautar að innan. Mér finnst það gott en það er vel hægt að skafa aðeins úr þeim :)
Ég bræði sykurlaust súkkulaði og set ofan á bollurnar.
Á milli var ég með þeyttan rjóma með vanillufræjum í. Ef maður vill hafa rjómann aðeins sætan er hægt að setja smá Sukrin Melis með vanillunni :)
Einnig er sykurlausar jarðarberja og bláberjasulturnar mínar vinsælar og koma vel út á bollunum. Og ef maður vill virkilega gera vel við sig þá er súkkulaðiheslihnetusmjör algjört dúntur ofan á eða á milli :)
Er að prufaðu þessa uppskrift en mér finnst deigið allt of lint. Það mundi bara leka út um allt ef ég reyndi að setja það á bökunarplötuna. Hvað er til ráða?
ReplyDelete