Sunday, January 14, 2018

Ostakaka með heslihnetum


Um helgina hefur heilinn minn verið að láta ýmsar hugmyndir poppa upp í hugann á mér og þegar það gerist svona sterkt þá er ekkert annað en að koma hugmyndinni á blað og framkvæma hana.

Þessi uppskrift datt í kollinn á mér fyrr í dag. Ég eiginlega varð ekki róleg fyrr en ég var búin að hoppa út í búð og kaupa rjóma og heslihnetur og byrjuð að baka.

Hún heppnaðist bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá og er virkilega einföld að útbúa.

Varðandi súkkulaðismjörið þá er ég með uppskrift af heimagerðu sykurlausu hér, en ég ákvað að prófa að kaupa tilbúið í þetta sinn. Eina vandamálið með búðarkeypt er að þó að það sé sykurlaust eru sætur sem eru kannski ekki þær bestu en mér finnst allt í lagi að nota svona einstaka sinnum ;)






Botn
50g smjör
100g möndlumjöl
40g hakkaðar heslihnetur
(má líka sleppa heslihnetum og hafa bara möndlumjöl)
1-2 msk Sukrin eða Sukrin Gold
1msk ósykrað kakó

Hrærið þurrefnum vel saman.
Bræðið smjör í potti og bætið svo þurrefnum við og blandið vel.

Þjappið í 20cm spring eða silikonform og bakið á 180 gráðum í 6-8 mín.


Fylling
300g rjómaostur
2,5dl rjómi
1/2 stöng af vanillufræjum
30g Sukrin Melis
40g hakkaðar heslihnetur


Hrærðið rjómaosti, vanillufræ og Sukrin Melis vel saman í hrærivél.
Bætið við rjóma (óþeyttan) og hrærið þar til þykkt og vel blandað.
Setjið hnetur út í og blandið við.

Setjið yfir botninn og í frysti í ca. klt.
Ástæðan fyrir að ég set ostakökurnar mínar inn í frysti er sú að ég nota silikonform og ef þær eru smá frystar er auðveldara að fjarlæga þær úr forminu auk þess að smyrja kreminu á.
Smyrjið sykurlausu súkkulaðismjöri yfir og skreytið með heslihnetum.



No comments:

Post a Comment