Wednesday, January 17, 2018

Sætkartöflubrauð með pekanhnetum


Það hljómar kannski mjög skringilega að baka brauð úr sætum kartöflum, hvað þá köku en það eru ótal uppskriftir að finna á netinu þar sem sætar eru aðal hráefnið.
Amerikanar eru sérstaklega duglegir að baka með sætum.
Ég skoðaði fullt af uppskriftum og setti þessa saman og kom hún bara skemmtilega á óvart.

Ég eiginlega býð spennt eftir að prófa að gera súkkulaðiköku með sætum.




300g sætar kartöflur
4 egg
120ml rjómi
60ml Fibersirup Gold
1tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt
1/2tsk engiferkrydd
1tsk kanil
1/2 bolli kókoshveiti. Ég nota frá Funksjonell
1tsk vanillu extract eða dropar
1msk olía
100g pekanhnetur

Skerið sætu kartöflurnar í litla teninga og setjið í skál ásamt 1/2tsk af kanil og olíu og blandið vel saman.
Dreifið úr á bökunarplötu og bakið við 170 gráður í 30 mínútur.
Setjið helminginn af pekanhnetunum í matvinnsluvél og malið vel niður.
Bætið við sætu kartölfurnar og blandið vel.
Bætið við þurrefnunum.
Í lokin eru egg, rjómi, vanillu extract og Fibersirup Gold bætt við.

Setjið í brauðform. Mér finnst best að nota silikonbrauðform því þá er ekki hætta á að brauðið festist við formið. Ef þið eruð með silikonform, þarf að smyrja formið með smjöri eða olíu.
Grófsaxið afgangin af hentunum og stráið yfir brauðið.
Bakið í 50-60 mínútur eða þangað til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr brauðinu ef stungið er í það.

.


No comments:

Post a Comment