Wednesday, January 10, 2018

Lime ostakaka


Nú styttist í helgina og á meðan ég hef legið heima veik skoða ég gamlar uppskriftir og læt mig dreyma um tíma sem ég var ekki veik og hafði lyst á ljúffengum eftirréttum ;)
Þessi uppskrift finnst mér æðisleg og börnin mín elska ostakökurnar mínar blessunin.
Það sem ég myndi vilja fá einn svona skammt þegar heilsan kemur aftur svo það er aldrei að vita nema ég skelli í þessa uppskrift um helgina.

Lime ostakaka

Fyrir 4-6

Botn:
2,5 dl möndlumjöl
20 g bráðið smjör
1 msk kanill

Fylling:
1,5 dl rjómi
100 g sýrður rjómi 
100 g rjómaostur 
1 lime
2,5 msk Sukrin Gold

Möndlumjöli, bræddu smjöri og kanil blandað saman og hitað í potti á vægum hita. Hrærið reglulega í og passið að brenna ekki.
Börkur af lime er rifinn niður og safi pressaður úr og blandað við.
Rjómi þeyttur.

Sýrður rjómi og rjómaostur þeyttur vel saman og svo blandað varlega við rjómann. 
Setjið í glös, botninn fyrst og svo ostakökuna. Skreytið með smá möndlubotni ofan á og rifnum lime berki.

1 comment:

  1. Ji hvað þetta er girnilegt ! en hvert fer sukrin gold ?

    ReplyDelete