Beyglur
200g möndlumjöl
280g rifin ostur
60g rjómaostur
2 egg
1tsk lyftiduft
sesamfræ
krydd t.d oregano eða pizzakrydd fyrir þá sem vilja
Möndlumjöl og lyftiduft blandað saman og set til hliðar.
Pískið eggin vel saman og ef þið ætlið að krydda beyglurnar, setjið kryddin með eggjunum.
Rjómaostur og rifin ostur sett í skál og inn í örbylgjuofn í 2 mín.
Takið út og hrærið vel saman. Ef osturinn er ekki alveg bráðnaður, setjið aftur í örbylgju í smá stund og endurtakið.
Möndlumjöl og egg bætt við ostinn og blandið mjög vel saman. Ef það verður erfitt, setjið aftur í örbylgju í 10 sek og hrærið í. Endurtakið ef þess þarf þar til deigið er vel blandað saman.
Skiptið deiginu í 6 hluta og rúllið út með blautar hendur og útbúið hring á bökunarpappír svo úr verður beygla. Stráið sesamfræjum yfir.
Bakið á 180 gráðum í 12-15 mín eða þar til gylltar.
Borðið heitar.
Gott er að frysta beyglurnar og skera í sundur og rista.
No comments:
Post a Comment