Friday, March 13, 2015

Gulróta muffins

Ég er búin að segja upp veðrinu. 
Ég get þetta ekki lengur, bara get þetta ekki.
Við fjölskyldan erum ótrúlega vel staðsett í hverfinu okkar. 10 mínútur í skólann (ok kannski aðeins lengra en börnin eru ekki í hverfisskólanum), Stutt í Spöngina og stutt í Egilshöll. Sem ætti að þýða að drengurinn minn ætti að geta rölt á æfingar og út á bókasafn en nei. Þetta blessaða veður er búið að vera svo leiðinlegt að ég er búin að missa tölur á hversu oft ég hef þurft að skutlast.

Ofan á leiðinlega veðrið komu svo líka veikindi. Allir lögðust í veikindi, mismikið. Verst var það dóttirinn sem nældi sér einu sinni enn í lungnabólgu. En allt er á uppleið. Nú vonum við bara að vorið fari að láta sjá sig.

En í öllum þessum veikindum þá hefur verið lítið í því að baka og prófa mig áfram í eldhúsinu.
En í gær ákvað ég að skella í gulrótaköku muffins fyrir krakkana. Þær eru búnar ;)



Gulrótaköku muffins ca. 10.stk

4 egg
4msk sukrin gold
4msk kókoshveiti
1tsk vínsteins eða venjulegt lyftiduft
1.5tsk vanilludropar
1tsk kanil
1/2tsk negull
75g smjör
75g rifnar gulrætur

Egg og sukrin gold er þeytt vel saman í skál.
Þurrefnum blandað saman og svo bætt við eggjablöndu.
Smjör brætt og bætt við deigið ásamt rifnum gulrótum.

Setjið í ca. 10 muffinsform og bakið á 180 gráður í 15-20 mínútur.

2 comments:

  1. Aðeins 4 msk kókoshveiti. Er þetta rétt?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Já það er rétt. Kókoshveiti dregur mikinn vökva í sig og þarf ekki mikið af honum í bakstri.

      Delete