Saturday, September 14, 2013

Þurrkaðar ávaxtarúllur

Hafi þið lent í því að hvítlaukur springi hjá ykkur? Nei? Ég hef lent í því og það er ekki skemmtilegt. Var með heilan kínverskan hvítlauk í ofninum eitt kvöldið með kjúklingnum og tók út eftir ca hálftíma í ofni. Allt í einu heyri ég popp og hvítlaukurinn er horfinn. Eða ekki beint horfinn, hann var í loftinu, borðinu í eldhúsi og borðstofunni, á veggjum, gluggum, ísskápnum, gólfinu og já hárinu á mér. Fyrst hló ég þegar ég sá bara borðið en fór að gráta þegar ég leit upp í loft og á veggina.

Fátt finnst mér skemmtilegra en að útbúa eitthvað hollt og gott fyrir börnin mín sem þau elska. Þau hvetja mig áfram að prófa mig í eldhúsinu og eru dugleg að segja mér satt ef þau eru ekki hrifin af einhverju. Þessa helgina er ég extra heppinn því öll þrjú börnin eru hjá mér en elsti sonur minn flutti til pabba síns fyrir tveimur árum og varð ég helgarmamma. Hann býr fyrir norðan og kemur því ekki aðra hverja helgi en hann er duglegur að eyða fríum hjá mér og við hringjumst á oft á viku. Það er yndislegt að sjá hvað systkini hans verða glöð þegar hann kemur úr flugvélnni og sjá þau hoppa í fangið á honum. Það er bara þannig að fjölskyldan er ekki alveg heil þegar hann er ekki hjá okkur. En hann er sáttur hjá pabba sínum og blómstrar þar og er ótrúlega heppinn að hafa föðurfjölskylduna alla mjög nálægt og að geta ræktað það samband svona vel.



Ávaxtarúllur




Þetta er í raun ótrúlega auðvelt að gera og þarf bara smá þolinmæði. Gott að taka dag eða kvöld þar sem maður er heima í rólegheitum.

Það sem þarf er jarðaber frosin eða fersk og ef fólk vill sæta þau aðeins er hægt að setja sukrin melis eftir smekk.

Jarðaberin eru maukuð.
Ofninn stillur á 80 gráður
Jarðaberjamauk er dreift á smjörpappír, silikon mottu eða þá böknarpappír sem er búið að spreyja með pam spreyi. Pam spreyið er algjört möst ef á að nota bökunarpappír því annars festist maukið bara á og ekki hægt að losa.


Dreifa maukinu á pappírinn og passa að hafa hann ekki of þunnan. Sett í ofninn og látið vera þar í 2,5-3,5 klukkutíma. Fer allt eftir ofnum og svo finnst mér líka mismunandi eftir jarðaberjum hve langan tíma þetta tekur. Þú veist að hann er tilbúin þegar þú kemur við maukið og það festist ekki við þig. Ef þú ert að gera þetta og þarft að skreppa út úr húsi þá er í lagi að slökkva á ofninum, leyfa þessu að vera þar og kveikja aftur þegar þú kemur heim.


Þegar þetta er tilbúið er varlega dregið af pappírnum og settur á hreinan bökunarpappír. Neðri hliðin getur verið klístruð. Klippt í lengjur og rúllað upp. Hægt að geyma í góðri krukku á borðinu en ég sett mitt í box inn í ísskáp. Þetta endist ekki lengi hér heima. Hægt er í raun að nota hvaða ávexti sem er. Enn sem komið er ég bara búin að prófa jarðaberin en á klárlega eftir að prófa mangó, kíví og bláber fljótlega.


Í gærkvöldi prófuðum við krakkarnir að gera súkkulaði alveg frá grunni með kakósmjöri og ómæ ómæ það var ljúffengt. Þeir sem eru fyrir dökkt og ósætt súkkulaði bíðið bara! 



1 comment:

  1. Þú ert nú meiri dúllan að dunda þér við þetta og deila svo með okkur. Á örugglega eftir að prófa þetta :)

    ReplyDelete