Tuesday, May 3, 2016

Heimilisbrauð


Á meðan ég fæ mig til að nenna að taka myndir og færa yfir í tölvuna og koma svo á bloggið er ég með eina af uppáhaldsbrauð uppskriftum mínum.

Auðvelt að útbúa og hrikalega gott með íslensku smjöri og góðri ostsneið :)

Fullt af góðum fræjum og orku og auðvelt að breyta til og prófa sig áfram með þessa uppskrift.




Heimilisbrauð Dísu

45g möndlumjöl
45g kókoshveiti
3tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt
5tsk Husk
30g chiafræ
35g hörfræ
60g sesamfræ
100g rifin ostur
4msk sýrður rjómi
4 egg
1dl heitt vatn
100g sólþurrkaðir tómatar


Bætið þurrefnunum saman í skál. Egg, ostur, sýrður rjómi og vatni bætt við og blandað vel saman.
Skerið tómatana í litla bita og bætið við deigið.
Setjið í silikon brauðform.
Stráið fræblöndu eftir smekk yfir brauðið ef þess er óskað og bakið á  180g í 50-60 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju brauðsins.


No comments:

Post a Comment