Friday, May 6, 2016

Chili sulta


Eina ferðina enn komin helgi. Tíminn flýgur áfram og ég hef varla tíma til að láta mig hlakka til að komast í útilegu í sumar því ég er orðin svo spennt fyrir desember! Já ég er algjört jólabarn ;)

En ég neita ekki að sumarylur og birta er yndislegt þessar nokkrar vikur á ári sem við fáum.

Chili sultan mín er uppskrift sem ég ætla að fara gera og eiga þegar við förum í ferðalag. Ekkert jafnast á við það að vera í íslensku náttúrunni og geta gætt sér á góðum íslenskum ostum með góðri sultu.





Chili sulta


1 rauð paprika
2 rauð chili
80g sukrin gold
1/2 tsk xhantan gum
1/2-1dl hvítvín

Skerið papriku og chili niður í bita og fræhreinsið.
Ef þið viljið sterkari sultu má hafa fræin í.
Setjið í matvinnsluvél eða notið töfrasprota til að mauka.
Setjið í pott ásamt sukrin gold og hvítvíni og látið malla í 15 mínútur.
Blandið við xhantan gum í lokin og hrærið vel saman við sultuna svo hún þykkni.
Geymist í lokaðri krukku í kæli.


No comments:

Post a Comment