Monday, January 18, 2016

Innbökuð súkkulaðiplata


Kona var í miklu baksturstuði um helgina. Ég er enn í miklu baksturstuði en áður en ég baka meira þá er kannski best að setja inn uppskriftirnar af því sem er nú þegar búið er að mynda.

Innbökuð súkkulaðiplata, hljómar vel ekki satt?
Smakkaðist ekki verra, nýbakað og volgt og með bráðnu súkkulaði inn í. Namm!






Uppskrift.

150g rifin Mozzarella ostur
1 egg 
5msk Sukrin Gold
1msk Hnetumjöl frá Funktjonell

Bræðið ostin í potti á miðlungshita og passið að hræra vel í á meðan með sleif.
Þegar osturinn er bráðnaður takið af hellunni og bætið við eggi, mjöli og Sukrin Gold og blandið vel saman.
Það er smá þolinmæðisvinna að blanda þessu saman við ostin og gott að setja pottinn yfir heitu helluna til að hita ostin smá til að geta blandað öllu vel saman.

Rúllið út deiginu á milli tveggja bökunarpappírs arka



Setjið súkkulaðiplötuna í miðjuna.


Skerið með pizzuskera eða hníf með fram súkkulaðinu eins og á myndinni.


Fléttið deiginu saman utan um súkkulaðið.


Pennslið með pískuðu eggi og stráið heslihnetuflögum yfir.
Bakið á 200 gráðum í ca 15-18 mín eða þar til gyllt.

Borðið heitt/volgt ;)


No comments:

Post a Comment