Úps. Hef ekki verið dugleg að setja inn uppskriftir.
Kona er komin á fullu í vinnu og ektamaðurinn alltaf að vesenast eitthvað á Grænlandi.
Í dag ákvað ég að nota frídaginn minn í að byrja versla jólagjafir og nú er ég bara alveg að vera búin með allar gjafir. Stefni svo á um helgina að pakka inn og setja seríur í gluggana hjá krökkunum.
Hér er því uppskrift sem hentar einstaklega vel á köldum dögum eins og þessum þegar maður er farin að undirbúa jólin.
Kakóið er mjólkurlaust og sykurlaust og smakkast auðvitað vel.
400ml kókosmjólk
4msk ósykrað kakó
4msk sukrin gold
1 tsk piparmyntu dropar
10 dropar piparmyntu stevía
20g sykurlaust súkkulaði
(mæli með IQ súkkulaði með piparmyntubragði)
Setjið hráefnin í pott og hitið þar til vel blandað.
Hellið í tvær könnur og setjið þeyttan rjóma eða þeytta
kókosmjólk yfir og smá af rifnu súkkulaði.
Gott er að setja smá af sykurlausu karamellu eða súkkulaði sírópi yfir rjómann.
Hvar fást þessi IQ súkkulaði?
ReplyDelete