Sunday, September 22, 2013

Heimagert súkkulaði

Súkkulaði, ég þarf varla að skrifa meira er það nokkuð?
Ég elska súkkulaði. Og að gera það alveg frá grunni og vita nákvæmlega hvað er í því er æði og alls ekki eins erfitt og ég bjóst við. Ef þú ert fyrir dökkt súkkulaði mæli ég með þessu. Ef þú hinsvegar vilt frekar mjólkursúkkulaði sem er sætt og rjómakennt þá ættiru samt að prófa þetta en  ég er ekki viss um að þetta sé fyrir þig ;) Súkkulaðið á myndinni er í raun litlir munnbitar. Keypti silikon from í Allt í köku til að nota þar sem súkkulaðið verður svo fallegt og hver biti hæfilegur.






Súkkulaði


1/2 bolli kakósmjör smátt skorið
1/2 bolli kókosolía
1/4-1/2 bolli kakóduft, var sjálf með Green & black
1/4 bolli sukrin melis
hakkaðar möndlur
chili duft
salt


Kakósmjör og kókosolia brædd í potti á lágum hita. Gott að hræra reglulega í.
Þurrefnunum blandað saman í skál og kakósmjör og kókosolia bætt svo við. Hræra vel saman, getur tekið smá stund að fá melisinn til að blandas almennilega. Möndlur, chili og salt sett í eftir smekk hvers og eins. Gott að smakka til. Setja súkkulaðið í form og inní ísskáp í ca klt. Fer eftir forminu og hversu þykkt súkkulaðið er. Geymist svo í ísskáp. Hægt er að sleppa chili og möndlum og hafa súkkulaðið hreint eða setja aðrar hnetur frekar eða krydd. Allt eftir smekk.

4 comments:

  1. Sæl hvar fær maður green & black kakóduftið ?
    mbk
    Sesselía

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Sesselía. Ég man ekki hvar ég keypti það á sínum tíma en mæli með að kaupa t.d kakóduftið frá Sollu eða Herseys. Sollu fæst t.d. í bónus. Þessi tvö merki eru ósykruð og henta vel

      Delete
  2. Sæl hvar fær maður green & black kakóduftið ?
    mbk
    Sesselía

    ReplyDelete
  3. Sæl, hvar fæ ég kakósmjorið?

    ReplyDelete