Kannski komin smá tími til að setja inn uppskrift af mat í stað gotterís. Versta samt að með matarmyndirnar eru að þær eru ekki góðar. Er yfirleitt orðin svo svöng þegar maturinn er tilbúinn og næ ekki að hlaupa inn í herbergi og ná í myndavélina svo síminn fær að duga :) Í kvöld átti að gera eitthvað með hakki og langaði mig að prófa eitthvað nýtt. Útkoman var góð og verður gerð aftur fljótlega. Þó ég sé pakksödd mun ég örugglega stelast inn í eldhús seinna í kvöld og fá mér smá á disk.
Það sem kom mér mest á óvart var hversu góð blómkálsmúsin var. Ég byrjaði að borða blómkál þegar ég fór að borða lkl mat en get ennþá ekki borðað hana soðna eða hráa svo ég er búin að vera ansi smeik að prófa músina. Það sem hún var góð! Ætlaði ekki að trúa því og hvað það er líka auðvelt að gera hana! Nýja uppáhaldið mitt og efast um að ég fari aftur í venjulega kartöflumús.
Grýta
1 pakki nautahakk. (ca 800g)
1 laukur
3-4 hvítlauks geirar saxað
3 msk tómatpúrra
3-4 msk dijon sinnep
2 msk smjör
1 dolla sýrður rjómi 18%
1,5 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk ásamt kryddum sem hver og einn kýs
(setti sjálf, salt pipar, smá graslauk úr garðinum og steikar og grillkrydd)
(setti sjálf, salt pipar, smá graslauk úr garðinum og steikar og grillkrydd)
Rifin parmesan ostur
Grænmeti sem til er í ísskápnum. Paprika, sveppir, brokkolí eða annað lágkolvetna grænmeti
Fínsaxaður laukur settur á djúpa pönnu með smjöri. Látin mýkjast.
Hakki og hvítlauki bætt á pönnu og brúnað.
Tómatpúrra og dijon sinnep bætt út ásamt kryddum eftir smekk. Hrært vel í.
Sýrður rjómi og rjómi sett út í ásamt niðurskorðu grænmeti og látið malla í smástund.
Rifin parmesan ostur er svo rifin niður á blómkálsmúsina og grýtuna þegar komið er á diskinn :)
Blómkálsmús
Skera blómkál í bita og gufuðsoðið þar til mjúkt í gegn. Ég setti það í tuppeware saxara sem ég á ásamt góðri smjörklípu, rifnum parmesan osti og smá salti og maukaði. Hægt er í raun að nota margar aðferðir við að bragðbæta músina. Setja dijon sinnep, sýrðan rjóma, cheddar ost. Láta hugmyndaflugið ráða :)
No comments:
Post a Comment