Sunday, November 29, 2015

Piparkökur


Fyrsti í aðventu í dag. 
Minn uppáhaldstími komin. Er yndislegt þegar snjórinn kemur líka. 
Jólalögin eru á allan daginn og kvöld á mínu heimili og kveikt á kertum og jólaljósum. 
Gerist bara ekki betra.

Og að sjálfsögðu elska börnin að fá að baka. Hér er uppskrift sem við höfum búið til og notið þess að borða saman.



Piparkökur


140g möndlumjöl
2msk kókoshveiti
80g smjör, stofuhita
60g sukrin gold
1 stórt egg
1tsk engifer
1tsk negull
2tsk kanill
10 dropar kanil stevía (má sleppa)

Smjör, sukrin gold og stevía sett í skál og þeytt vel í nokkrar mínútur. Egg bætt við og blandið vel saman.
Þurrefnum blandað saman í annarri skál.
Sameinið skálarnar og hnoðið vel saman deiginu. Búið til kúlu og setjið í kæli í ca 30 mínútur.
Fletjið út deigið á milli tveggja bökunarpappírs arka. Skerið út  piparkökur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á.
Bakið á 150 án blásturs með undir og yfir hita í 15-20 mínútur eða þar til þær verða brúnar. Passið að kökurnar brenna ekki.

Glassúrinn bjó ég til með smá eggjahvítu, vatni, sítrónusafa og Sukrin Melis. Blanda saman þar til rétt þykkt er komin og sett svo matarlitur. 

No comments:

Post a Comment