Hér er ein uppskrift sem er tilvalin fyrir hvaða dag vikunnar og er tilvalin á bloggið hjá mér þar sem afmæli eiginmannsins er í lok vikunnar og er þetta eitt af því fáu sem ég hef bakað sem hann gúffaði í sig en hann er ekki mikið sætindamaður. Sorglegt að ég hef ekki bakað hana síðan. Hver veit nema ég skelli í eina um helgina ;)
Botn
130g möndlumjöl
1/2tsk matarsódi
50g smjör
3msk sukrin gold
Blandið þurrefnum saman í skál. Bræðið smjör og bætið því við.
Setjið í 20-22cm hringform (mér finnst best að nota silikonform, annars þarf að pennsla með bræddu smjöri eða olíu)
Þrýstið botninum vel niður í formið og upp með hliðunum.
Bakið í u.þ.b. 10 mínútur við 175 gráður.
Fylling
100g sukrin melis
2msk sukrin gold
2 stór egg
2msk möndlumjólk eða rjómi
1msk möndlumjöl
1tsk vanillu extract eða dropar
100g saxaðar pekanhnetur
(geymið nokkrar heilar til að skreyta)
Egg, sukrin melis og sukrin gold pískað vel saman.
Hinu hráefninu er bætt út í og blandað vel saman.
Setjið í formið og skreytið með pekanhnetum.
Bakið á 160 gráðum í 30 mínútur án blásturs.
Setjið álpappír lauslega yfir bökuna og bakið áfram í 20-30 mínútur til viðbótar.
Er best beint úr ofninum með þeyttum rjóma.
Girnileg verð að prófa þessa :)
ReplyDeleteSama segi ég!!
ReplyDelete