Ég ef verið með algjört verkstol þegar kemur að blogginu. Er með fullt af uppskriftum en ég bara fæ mig ekki til að setjast niður og skrifa hér inn á.
Það hefur verið mikið um að vera hjá mér. Dóttir mín réð mig í vinnu og aðstoðaði ég henni að perla slaufur og selja. Um 90.000kr safnaðist fyrir neyðaraðstoð UNICEF í Nepal og er ég ótrúlega stolt af dóttur minni að hafa gert þetta :)
Við höfum tekið okkur smá frí frá því að perla en hún er að komast í gírinn núna en perlar þá eitthvað annað en slaufur í bili ;) Hún er sjálfskipuð perlumeistari og hræðist ekkert við að nota það orð og má það svo sannarlega!
Nýjustu fréttir eru svo þær að maðurinn minn er að stinga af til Grænlands eina ferðina enn til að vinna. Svo enn og aftur verð ég grasekkja. Það svo sem leggst ekkert illa í mig. Ég veit að við höndlum þetta alveg og kemur ekki niður á hjónabandinu eða fjölskyldunni. Hvað þá þegar ofan á allt er hann í meiri fríi en ef hann væri að vinna á Íslandi.
En mig langar að deila með ykkur eitt af uppáhaldi okkar hjóna. Fylltar kjúklingabringur í möndluhjúp. Ef við erum með bringur er þetta það sem við útbúum og það skemmtilega er að það er hægt að leika sér með þessa uppskrift og breyta eftir hentugleika.
Fylltar kjúklingabringur
4 bringur (við kaupum ósprautaðar bringur)
50g möndlumjöl
1tsk paprikupipar
1tsk hvítlauksalt
pipar eftir smekk
Fylling
1 skinkusneið
ca 30g rifin ostur
1-2tsk Dijon sinnep
Skerið skinkuna niður í litla bita og blandið við ostinn og sinnep.
Skerið rauf langsum ofan á kjúklingabringunum.
Setjið bringurnar, eina í einu í skál með möndlumjölinu og kryddi (blandið vels aman mjölinu og kryddinu) í og hjúpið og setjið svo í eldfast mót sem búið er að setja 2-3msk af olíu í botninn.
Fyllið bringurnar með osta- og skinkublöndunni og setjið svo restina af möndlumjölinu yfir bringurnar.
Eldið á 200 gráður í 45-50 mínútur. Ef þið eruð með sykursprautaðar bringur gæti eldunartíminn verið styttri.
No comments:
Post a Comment