600g nautahakk
1 kryddostur frá MS eftir smekk
hamborgarakrydd eftir smekk
5 sneiðar af Gottaosti eða annan ost eftir smekk
Rífið niður kryddostinn með rifjárni í skál. Mér finnst gott
að rífa niður með rifjárni um ¾ af ostinum, og grófsaxa restina. Blandið vel
við hakkið.
Skiptið hakkinu í 5 120g bollur. Mótið hamborgara með höndum
eða notið hamborgarapressu.
Skerið niður sæta kartöflu í 10 sneiðar. Reynið að hafa
sneiðarnar ekki of þykkar.
Berið hvítlauksolíu á sneiðarnar báðum megin og grillið í ca
7-10 mínútur. Snúið sneiðunum reglulega.
Grillið hamborgarana
í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Bætið við kryddi og osti þegar búið er að snúa
hamborgaranum.
Sósa:
100g grísk jógúrt
½-1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1-1½ tsk paprikukrydd
Blandið vel saman
Sejtið á hamborgarann það hráefni sem ykkur líkar best við,
tómatar, laukur, paprika, egg, beikon eða hvað það er sem fær bragðlaukana til
að ljóma.
Skerið kartöfluna niður í franskar. Dreifið úr þeim á
bökunarplötu og bakið á 140 í 35-40 mínútur. Takið þær út og setjið yfir þær
olíu og krydd eftir smekk. Blandið vel saman við kartöflurnar og dreifið vel úr
þeim aftur og setjið í ofninn og bakið í um 20 mínútur á 200 gráðum.
.