Ég hef ekki þorað að setja þessa uppskrift inn fyrr en núna. Sörur eru hjá mörgum heilagar og ómissandi um jól og hef ég verið nokkuð stressuð með uppskriftina og hvort fólk myndi vera ánægt með hana. Eftir að hafa látið þónokkra smakka á þeim og fengið góða einkunn þá ákvað ég að tíminn væri komin. Þetta er búið að vera smá vesen að útbúa þessar sörur. Hélt í sakleysi mínu að það væri bara hægt að nota sukrin vörurnar í stað sykurs í sömu hlutföllum, en nei virkaði ekki. Svo ég er búin að gera sörurnar þrisvar sinnum og þriðji skammturinn heppnaðist. Ég reyndi að útbúa blessaða sírópið sem notað er í sörukremið en það var bara ekki hægt að gera síróp úr surkin. Hinsvegar prófaði ég að nota vatn, sukrin og smá xanthan gum til að útbúa sírópið og það virkaði vel, smá vesen en ákvað svo að það væri alveg óþörf í þessa uppskrift.
Þær eru kannski ekki alveg eins og hinu einu sönnu sörur en komast nálægt því.
Sörur
Botn
3 eggjahvítur (stofuhita)
1 dl sukrin melis
70 g möndlumjöl
Eggjahvítu, sukrin og stevia þeytt saman þar til orðið stíft. Möndlumjölið er varlega bætt við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið eða setja í sprautupoka og sprauta. Það verða ca 20 kökur úr þessari uppskrift og þær stækka ekki í ofninum. Sett í ofn sem er 130 gráður heitur (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín.
Krem
1 dl sukrin melis
1 dl sukrin melis
3 eggjarauður
100 g mjúkt smjör
2 tsk kakó
2 tsk insta kaffi
Öllu blandað vel saman.
Krem er sett á kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera "fjall" úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar kremið er orðið vel kalt er það bara að dýfa þeim ofan í bráðið súkkulaði :)