Wednesday, October 23, 2013

Fetabollur


Búin að endurnæra sálina og eiga yndislega stund í Kaupmannahöfn. Ég tók þá ávkörðun í fyrra að taka mér smá húsmæðraorlof í október og ég var ekki lengi að sjá að þetta þarf ég að gera árlega.
Skellti mér til Köben að heimsækja vini og ættingja. Það er bara eitthvað við það að fara ein í flug og þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig. Engin börn, engin eiginmaður, bara gamla góða Hafdís.

Ég hef oft komið til Kaupmannahafnar en yfirleitt er það bara til að komast svo yfir til Svíþjóðar eða kíkja á Strikið og Tivolí. En í þetta sinn fékk ég að sjá hvernig er að búa í Köben og ferðast um á hjóli, strætó og lest og þetta var yndislegt. Kom mér á óvart hversu auðvelt er að ferðast um og var ég dugleg að koma mér ein á milli staða. Ég náði að lenda í smá ævintýri með ferðatöskuna mína þegar ég tók vitlausan strætó en ég sá bara meir af Köben :)

En nú er maður komin heim og búin að knúsa börnin og tilveran fær aftur smá rútínu. Í síðustu viku náði bloggið mitt 60,000 heimsóknum og ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg ótrúlegt! Litla ég sem sem hef gaman af að standa í eldhúsinu með börnunum og er að deila á netinu, er ótrúlega þakklát fyrir áhugan sem bloggið fær.

En matur.....einfalt og gott. Já fetabollur! Það er hægt að prófa sig áfram með hakkbollur á svo marga vegu og ákvað ég um daginn að setja fetaost í þær. Fljótlegt að gera og bragðgóðar. Börnin voru ekki lengi að klára skammtinn.


Fetabollur


800 g af hakki (var með nauta)
2 egg
100 g fetaostur
2 hvítlauksgeirar
Rifin ostur
smjör til steikingar
Kryddað með basilíku, steinselju, oregano og salt og pipar eftir smekk.

Öllu blandað vel saman. Búa til bollur og brúna á pönnu.
Sett í eldfastmót og stráð rifnum osti yfir. Inn í 180 gráða heitan ofn í ca 15 mín eða þar til gegnsteikt.

Ég hafði svo með þessu piparosta sósu og spínat salat.



6 comments:

  1. Takk fyrir frábæra uppskrift, algjört sælgæti. kv.Berglind

    ReplyDelete
  2. ég hef gert svipaðar og þessar í nokkurn tíma og ég klára að elda bollurnar í ofni meðan ég geri sósuna en þá set ég meira smjör á pönnuna, rjóma og læt sjóða niður og set svo sykurlausa rifsberjasultu útá. Þá fær maður bragðið úr bollunum í sósuna

    ReplyDelete
  3. Við hjónin erum aðeins að rökræða - er fetaosturinn hreinn sem þú setur í bollurnar, eða er það þessi týpíski sem við kaupum með kryddinu og öllu ? :) Flott síða annars, ég er spennt að prófa :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl ég var með þennan týpiska í krukkunni. Notaði bara það sem var til í skápnum. Hægt að nota bæði en sumir kjósa að nota ekki þessar úr krukkunni þar sem olían er ekki sú besta. Spennt að heyra hver hafði rétt fyrir sér ;-)

      Delete