Monday, September 9, 2013

Jarðaberja sulta með chia fræjum


Yngri sonur minn elskar jarðaber í öllum formum. Jarðaberja sulta, hrein jarðaber, jarðaberjaís og bara allt sem inniheldur jarðaber. Hann velur frekar fersk jarðaber í laugardagsnammi en nammipoka. Sultur, hann elskar líka sultur og að fá sér brauð með sultu gerist varla betra í hans augum. Hinsvegar er mamma hans búin að vera frekar leiðinleg að kaupa ekki sultur upp á síðkastið. Ég reyndi í fyrra fyrstu tilraun mína í sultugerð. Hann varð ekki hrifin. Svo uppgvötaði ég chia fræ. Maukuð jarðaber og chia fræ, það gat bara ekki klikkað. Og þar sem mamman er en slæm í baki eftir að hafa fallið þá mátti þetta ekki taka langan tíma í eldhúsinu og viti menn, ljúffeng sulta á 5 mínútum og barnið......já barnið elskar sultuna :)



En áður en ég skrifa uppskriftina langar mig að segja aðeins frá chia fræjum. Textinn er tekin af síðunni heilsubot.is

Chia fræin er ein kraftmesta, hentugasta og næringarríkasta fæðan á markaðinum í dag. Þau eru frábær uppspretta af andoxuefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntuuppsretta omega 3 fitúsyra sem vitað er um.

Einn af hinum miklu kostum chia fræja er það hversu mikið vatn þau geta innibyrgt eða um 9 falda þyngd sína á innan við 10 mínútum. Þessi hæfileiki gerir það að verkum að vökvabúskaður líkamans verður meiri og varir í lengri tíma. Með chia fræjum þá varðveituru meiri raka og stjórnar frekar upptöku líkamans á næringarefnum. Vegna þes hve mikið af vatni fræjin drekka í sig og hve hátt hlutfall af vatnsleysanlegum trefjum þau innihalda þá eru þau kjörin til þess að stjórna betur kolvetnaupptöku líkamans. Fræjin gera það að verkum að umbreyting kolvetna í sykur í líkamanum verða hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni. 


Jarðaberja sulta með Chia


1 bolli jarðaber fersk eða frosin
1 msk chia
1 msk heitt vatn
2 tsk sukrin melis má sleppa
1 msk sítrónu safi

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota eða nota aðrar græjur sem henta. Ég sjálf notaði tupperware saxarann minn.

Þegar búið er að blanda setja í krukku og loka og inn í ísskáp. Auðvelt ekki satt? Ef ykkur finnst sultan of þunn er hægt að bæta hálfri tsk af chia í viðbót til að þykkja hana. Þessi uppskrift passaði í eina dijon sinneps krukku.



Alexander Gauti var ekki lengi að smakka sultuna og krukkan verður kláruð með þessu áframhaldi í vikunni.


8 comments:

  1. Ætli sé í lagi að nota bara Eryhtiol eða verður áferðin skrýtin? Ég á ekki Sukrin melis ;)

    ReplyDelete
  2. Getir í raun malað erythiol, sukrin melis er malað erythiol :-) Ef þú setur bara venjulegt erythiol gæti komið meira krunsí áferð.

    ReplyDelete
  3. Lítur vel út! Hvað geymist sultan lengi í ísskákpnum?

    ReplyDelete
  4. eru chia fræðin lögð bleyti fyrst eða ??

    ReplyDelete
  5. Er ekki hægt að nota hvaða ber sem er? Bláber, hindber eða bara frosna berjablöndu? Kallinn minn hatar jarðarber

    ReplyDelete