Friday, August 9, 2013

Kladdkaka með þeyttum rjóma

Þú finnur varla neitt sem er meira sænskt en kladdköku. Kladdkaka er súkkulaði kaka sem er ekki alveg bökuð, mjúk og æðisleg með rjóma :) Ég bjó sem krakki í Svíþjóð og er með sterk tengsl þangað og því er stundum sett í eina kladdköku. Dagurinn í dag var því tilvalin fyrir eina kökugerð. Húsbóndinn stakk enn eina ferðina af til Grænlands og börnin því pínu leið, en góð súkkulaði kaka getur dreyft huganum og glatt þau í smá stund :) Þessi er LKL væn, algjör súkkulaðibomba og bragðgóð. Eins og með flest LKL bakkelsi þá er ein sneið meira en nóg. Best er að borða þessa kalda með þeyttum rjóma og jafnvel fá sér nokkur jarðaber með. Gott er að gera þessa deginum fyrr því hún er enn betri næsta dag :-)





Kladdkaka

100 g smjör
100 g súkkúlaði (70% eða yfir)
2 egg
1 dl rjómi
3 msk sukrin
1 msk sukrin melis
1-2 msk kakó
1 tsk vanilludropar

Smjör og súkkulaði er sett í pott og brætt. Rjóma bætt við og blandað vel. Egg og sykur þeytt vel saman og blandað svo við súkkulaðið. Vanilludropar bætt við. Í restina er kakó bætt við. Best að smakka hversu mikið maður vill. Ef súkkulaðibragðið er of ramt (fer eftir hversu mörg % súkkulaðið er) er hægt að bæta örlítið af rjóma við eða smá sukrin.

Ofnin stilltur á 225g og kakan bökuð í 6-10 mín. Hún á að vera blaut í miðjunni. Best að leyfa kökunni að kólna því hún er betri köld. 



13 comments:

  1. er hægt að þeyta egg og sykur saman bara með písk eða þarf það að gerast í hrærivél eða öðru slíku?

    ReplyDelete
    Replies
    1. getur alveg pískað, tekur lengri tíma. Ég sjálf á ekki hrærivél en er með handþeytara. Bara píska vel og vandlega ;-)

      Delete
  2. Var að finna þetta blogg, ótrúlega margt sniðugt hjá þér - takk fyrir að deila :) Ég er að spá í varðandi þessa uppskrift ætli það sé í lagi að sleppa "flórsykrinum" eða er kannski eitthvað sem hægt er að nota í staðinn? :)

    Kveðja,
    Katrín

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Katrín og takk fyrir þetta :) Þú getur sleppt sukrin melis ef þú vilt. Setur þá bara aðeins meir af sukrin. Annars hef ég heyrt að sumir sleppa allri sætu og að hún komi ljómandi vel út þannig. Smakkaðu þig bara áfram. Deigið er nú þannig að það er barist hér heima hver fær að sleikja sleifina. Ég er stærst þannig ég vinn oftast börnin ;)

      Delete
  3. Vá hvað þetta er girnilegt :) ætla að prófa þessa

    ReplyDelete
  4. Hversu stór verður þessi uppskrift, er nefninlega með afmæli og er svona að pæla í magni sem ég þarf að baka

    ReplyDelete
    Replies
    1. þessi fór í eitt 24 cm springform. hún er reyndar mjög þunn en mettar vel. Fæ svona 8-10 hæfilegar sneiðar úr þessari.

      Delete
  5. Til hvers er Sukrin Melis í þessu?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Til að gefa sætubragð. Það er líka hægt að hafa bara sukrin en mér fannst þetta koma vel út svona.

      Delete
  6. Sæl og takk fyrir snilldarblogg :)

    Ég á bara sukrin melis og sukrin gold - get ég notað það í staðinn fyrir venjulegt sukrin?

    Mbk
    Hrafnhildur

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Hrafnhildur. Þú getu já notað bara sukrin melis en held að það gæti komið skemmtilega út að prófa með sukrin gold líka ;)

      Delete
    2. Snilld, prófa að nota sukrin gold í staðinn fyrir sukrin - hlakka til að smakka :)

      Mbk
      Hrafnhildur

      Delete
  7. Sæl ég bý erlendis og kemst ekki í sukrin vörurnar en á steviu í fljórandi formi, er í lagi að nota hana bara í staðinn? Og c.a. hversu mikið heldurðu að ég ætti að nota?

    Mbk, Hera

    ReplyDelete